„Þetta er allt að springa á sama tíma“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2022 20:31 Jóhanna Neto hefur undanfarið dvalið í Portúgal, þar sem miklir gróðureldar geisa. Samsett Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga. Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við gróðurelda í Portúgal, suðvesturhluta Frakklands og á Spáni. Flugmaður fórst við slökkvistörf í norðurhluta Portúgal þegar flugvél hans brotlenti rétt við spænsku landamærin. Jóhanna Neto hefur dvalið í nágrenni gróðurelda í Portúgal síðustu daga en er nú stödd í 45 stiga hita í Lissabon. „Þetta er búið að vera alls staðar í gangi. Og þetta er alveg ótrúlega hræðilegt og erfitt af því að maður vaknar og það fyrsta sem maður finnur er lyktin af eldinum. Og maður þarf að vera með glugga lokaða og maður fer út og það er eins og það sé þoka nema þetta er ekki þoka. Þetta er bara askan af eldinum. Það er smá erfitt að anda líka og maður fær illt í augun,“ segir Jóhanna. Sárt að sjá heimili fólks fuðra upp Jóhanna, sem er hálfportúgölsk, hefur einnig fylgst vel með umfjöllun um hamfarirnar í fjölmiðlum. Það hryllilegasa sé að sjá heimili fólks og lífsviðurværi fuðra upp á nokkrum sekúndum - og viðbragðsaðilar ráði varla við eldana. „Þannig að fólk á ekki tíma til að fara á hvern einasta stað til að slökkva eldana sem eru í gangi því það er ekki nógu mikið fólk til þess. Þetta er allt að springa á sama tíma,“ segir Jóhanna. Yfir 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Frakklandi og á þriðja þúsund í grennd við Costa del Sol á Spáni. Hitabylgjan sem gengur yfir meginland Evrópu er nú sögð hafa dregið á fjórða hundrað til dauða í Portúgal og á Spáni. Þá hafa önnur lönd ekki farið varhluta af hamförunum - neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pódalnum á Ítalíu þar sem samnefnd á er sums staðar orðin að lækjarsprænu og heill bær í norðurhluta Marokkó þurrkaðist út í miklum gróðureldum. Íslendingar erlendis Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við gróðurelda í Portúgal, suðvesturhluta Frakklands og á Spáni. Flugmaður fórst við slökkvistörf í norðurhluta Portúgal þegar flugvél hans brotlenti rétt við spænsku landamærin. Jóhanna Neto hefur dvalið í nágrenni gróðurelda í Portúgal síðustu daga en er nú stödd í 45 stiga hita í Lissabon. „Þetta er búið að vera alls staðar í gangi. Og þetta er alveg ótrúlega hræðilegt og erfitt af því að maður vaknar og það fyrsta sem maður finnur er lyktin af eldinum. Og maður þarf að vera með glugga lokaða og maður fer út og það er eins og það sé þoka nema þetta er ekki þoka. Þetta er bara askan af eldinum. Það er smá erfitt að anda líka og maður fær illt í augun,“ segir Jóhanna. Sárt að sjá heimili fólks fuðra upp Jóhanna, sem er hálfportúgölsk, hefur einnig fylgst vel með umfjöllun um hamfarirnar í fjölmiðlum. Það hryllilegasa sé að sjá heimili fólks og lífsviðurværi fuðra upp á nokkrum sekúndum - og viðbragðsaðilar ráði varla við eldana. „Þannig að fólk á ekki tíma til að fara á hvern einasta stað til að slökkva eldana sem eru í gangi því það er ekki nógu mikið fólk til þess. Þetta er allt að springa á sama tíma,“ segir Jóhanna. Yfir 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín í Frakklandi og á þriðja þúsund í grennd við Costa del Sol á Spáni. Hitabylgjan sem gengur yfir meginland Evrópu er nú sögð hafa dregið á fjórða hundrað til dauða í Portúgal og á Spáni. Þá hafa önnur lönd ekki farið varhluta af hamförunum - neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Pódalnum á Ítalíu þar sem samnefnd á er sums staðar orðin að lækjarsprænu og heill bær í norðurhluta Marokkó þurrkaðist út í miklum gróðureldum.
Íslendingar erlendis Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira