Erlent

Minnst sextán látin eftir flóð á Indlandi

Árni Sæberg skrifar
Indverski herinn hefur flutt mikinn fjölda slasaðra af fjallinu.
Indverski herinn hefur flutt mikinn fjölda slasaðra af fjallinu. Mukhtar Khan/AP

Minnst sextán eru látin og tugir eru slasaðir eftir gríðarlegt asaflóð í Kasmír-héraði á Indlandi. Flóðið varð á meðan þúsundir voru í pílagrímsferð að íshelli í Himalajafjöllum.

Árlega leggja hundruð þúsunda Hindúa leið sína að Amarnath helgidómnum, sem er íshellir í Himalajafjöllum. Þar tilbiðja þeir stalagmítið Lingam sem þeir telja holdgerving guðsins Shiva. 

Í ár var búist við allt að einni milljón pílagríma en nú hefur svæðinu verið lokað eftir asaflóð vegna skýfalls sem varð á svæðinu í gær. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að flóðið hafi þrifið með sér ríflega tvo tugi tjaldbúða þegar það fór niður fjallshlíðina.

Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu en leitarhópar nýta sér meðal annars leitarhunda og radar til að leita að fólki. Þyrlur, bæði í eigu almennings og indverska hersins, hafa flutt slasaða á sjúkrahús.

Þá hafa um fimmtán þúsund manns verið fluttir af fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×