Erlent

59 farist í flóðum á Ind­land og Bangla­dess

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Yfirvöld í Bangladess segja flóðin nú þau verstu síðan árið 2004.
Yfirvöld í Bangladess segja flóðin nú þau verstu síðan árið 2004. AP

Að minnsta kosti 59 hafa farist í miklum flóðum og eldingaveðri sem gengið hefur yfir Indland og Bangladess síðustu daga.

Milljónir manna eru innlyksa og björgunarlið hefur átt erfitt með að komast á staðina sem verst hafa orðið úti. Veðurfræðingar búast síðan við því að ástandið eigi enn eftir að versna á komandi dögum, að því er segir í frétt BBC.

Yfirvöld í Bangladess segja flóðin nú þau verstu síðan árið 2004 en flóð eru afar tíð í landinu, sem liggur við Bengalflóa. Her landsins hefur verið sendur til að taka þátt í björgunarstörfum og skólum landsins hefur verið breytt í neyðarmiðstöðvar.

Í Assam-héraði í nágrannaríkinu Indlandi er staðan svipuð, þar hafa tæpar tvær milljónir manna orðið fyrir áhrifum flóðanna og hefur héraðsstjórinn lýst yfir neyðarástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×