
Múlaþing

Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði
Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum.

Fá fylgd heim til að gera ráðstafanir og ná í nauðsynjar
Ríkislögreglustjóri lýstI í gærkvöldi yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Að auki er óvissustig á öllu Austurlandi vegna skriðuhættu.

Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu.

Enn falla aurskriður á Seyðisfirði
Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið.

Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði
Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð.

Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða
Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu.

Sjálfsafgreiðslubúðir að hætti Svía gætu gagnast dreifbýlinu
Ómannaðar sjálfsafgreiðslu gámaverslanir, líkt og komið hefur verið á fót í Svíþjóð, gætu verið lausn fyrir fámenn samfélög á landsbyggðinni, að mati sveitarstjóra Reykhólahrepps, en þar var einu matvöruverslun sveitarinnar nýlega lokað.

Mögulega búið að finna uppruna eina smitsins á Austurlandi
Uppruna kórónuveirusmits sem á Austurlandi í síðustu viku, það eina í fjórðungnum, má mögulega rekja til einstaklings sem fann fyrir vægum Covid-einkennum, fór þó ekki í sýnatöku en er nú orðinn frískur.

Aðalheiður Ósk ráðin framkvæmdastjóri Vök
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Vök Baths og mun hún hefja störf í ársbyrjun 2021.

Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19.

Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin
Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla.

Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða
Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær.

Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi
Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi.

Snælduvitlaust rok og ísing á Langadal
Nokkrir bílar lentu í hrakningum vegna mikillar veðurhæðar, ofankomu og hálku á Fagradal um hádegisbil.

Tveir af tuttugu og sjö farþegum Norrænu með smit
Ekki er talin ástæða til að ætla að smit hafi borist í aðra um borð.

Smitaðir í Norrænu fóru frá borði í Færeyjum
Tveir í áhöfn Norrænu, sem von er á til Seyðisfjarðar í fyrramálið, greindust smitaðir skömmu eftir að ferjan lagði úr höfn frá Hirtshals í Danmörku á laugardag.

Múlaþing formlega samþykkt sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi
Múlaþing var í gær formlega staðfest sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Vísuðu ákvörðun um nafnið Múlaþing til næsta fundar
Nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fyrsta fundi sínum á Hótel Héraði á Egilsstöðum í gær að vísa ákvörðun um nýtt nafn sveitarfélagsins til næsta fundar.

Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri
Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn.

Sjálfstæðismenn með flesta fulltrúa í nýju sveitarfélagi
Sjálfstæðisflokkurinn og Austurlistinn fá flesta bæjarstjórnarfulltrúa eftir að kosið var í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í gær.

Gunnar, Hugrún og Sigrún til starfa hjá nýju sveitarfélagi
Hugrún Hjálmarsdóttir, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir og Gunnar Valur Steindórsson hafa verið ráðin til starfa hjá nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.

Múlaþing varð ofan á í nafnakönnun nýs sveitarfélags
Úrslit úr nafnakönnun sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar liggja nú fyrir, og varð nafnið Múlaþing atkvæðamest.

Sex heiti á nýju sveitarfélagi verða í boði
Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu greiða atkvæði um sex nafnatillögur þann 18. apríl næstkomandi.

610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða
Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi.