Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 23:21 Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Vísir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. Þegar hefur sú breyting tekið gildi að sálfræðingur muni vera á Seyðisfirði einu sinni í viku. „Svo hefur orðið sú breyting sem ég fagna mjög og er mjög dýrmæt í þessum aðstæðum sem við erum í núna, félagsþjónustan hefur sálfræðing á sínum snærum, sem er nýtilkomið, og það hefur orðin mjög aukin þjónusta geðheilsuteymis HSA. Mjög öflugur sálfræðingur leiðir það starf og þau eru líka komin með geðlækni sem við höfum aðgang að,“ segir Sigríður. Hún segist hafa fundið fyrir mikill aukinni þörf Seyðfirðinga eftir sáluhjálp. „Þetta er langtímaverkefni, það er engin úrvinnsla byrjuð. Fólk er rétt ennþá í yfirstandandi aðstæðum. Til dæmis var rýming um helgina og öllum var mjög brugðið þegar það var kannski einhver hætta á að það væri sprunga í skriðusárinu. Ástandið er ennþá yfirstandandi,“ segir Sigríður. Hún segir það hafa skipt miklu máli að strax þegar rigningarnar byrjuðu í desember og fyrstu skriðurnar féllu fundaði samráðshópur um áfallahjálp. Þar hafi fulltrúi kirkjunnar verið, félagsþjónustu, heilsugæslunnar, Rauða krossins og lögreglu. „Það hefur verið frá fyrstu stundu unnið í sálrænum stuðningi. Strax þegar einhver óvissa skapast, það er einhver rýming og viðvarandi rigning og ástand þá er strax alveg þörf fyrir sálgæslu. Svo þegar stóra skriðan fellur og það er rýming og allt sveitarfélagið í einhverjum ótrúlegum aðstæðum, þá er strax tryggð áfallahjálp,“ segir Sigríður. „Ýmsir aðilar eru betur búnir en fyrir örfáum árum, innan Rauða krossins hefur fólk markvisst verið þjálfað í því að veita sálrænan stuðning, eins og strax þarna í fjöldahjálparstöðinni á Egilsstöðum og svo áfram þegar við máttum fara heim aftur,“ segir Sigríður. Ástandið enn yfirstandandi Hún segir að fólki hafi verið mjög brugðið í vikunni þegar grunur var um að sprunga í skriðusári stóru skriðunnar væri óstöðug. „Ástandið er ennþá yfirstandandi. Þau sem misstu heimili sín og þau sem búa á ótryggum svæðum þurfa aðstoð og svo ýfir þetta upp gömul sár, fólk hefur upplifað skriður og snjóflóð og alls konar. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum ótrúlega ánægð með allt sem er gert,“ segir Sigríður. Hún segir samstöðu Seyðfirðinga hafa skipt lykilmáli. Samtöl við fólk í sömu aðstæðum skipti miklu máli og það sé sú áfallahjálp sem flestir þurfi á að halda. „Maður fann það líka á milli hátíðanna og núna þegar fólk er að mæta í fjöldahjálparstöðina að það var ótrúlega mikilvægt að hitta fólk í sömu sporum og tala við það. Það er alveg ómetanlegt, það er áfallahjálp og sú áfallahjálp sem flestir þurfa. Við finnum alveg að það er þörf fyrir allan þennan stuðning,“ segir Sigríður. Hún segist mjög ánægð með viðbrögð yfirvalda. „Ég er mjög ánægð með það og svo sá ég stuttu seinna að það væri búið að tryggja að það yrði hérna sálfræðingur. Ég held að það sé mikil þörf fyrir þetta og þetta er mikils metið.“ Aurskriður á Seyðisfirði Geðheilbrigði Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Þegar hefur sú breyting tekið gildi að sálfræðingur muni vera á Seyðisfirði einu sinni í viku. „Svo hefur orðið sú breyting sem ég fagna mjög og er mjög dýrmæt í þessum aðstæðum sem við erum í núna, félagsþjónustan hefur sálfræðing á sínum snærum, sem er nýtilkomið, og það hefur orðin mjög aukin þjónusta geðheilsuteymis HSA. Mjög öflugur sálfræðingur leiðir það starf og þau eru líka komin með geðlækni sem við höfum aðgang að,“ segir Sigríður. Hún segist hafa fundið fyrir mikill aukinni þörf Seyðfirðinga eftir sáluhjálp. „Þetta er langtímaverkefni, það er engin úrvinnsla byrjuð. Fólk er rétt ennþá í yfirstandandi aðstæðum. Til dæmis var rýming um helgina og öllum var mjög brugðið þegar það var kannski einhver hætta á að það væri sprunga í skriðusárinu. Ástandið er ennþá yfirstandandi,“ segir Sigríður. Hún segir það hafa skipt miklu máli að strax þegar rigningarnar byrjuðu í desember og fyrstu skriðurnar féllu fundaði samráðshópur um áfallahjálp. Þar hafi fulltrúi kirkjunnar verið, félagsþjónustu, heilsugæslunnar, Rauða krossins og lögreglu. „Það hefur verið frá fyrstu stundu unnið í sálrænum stuðningi. Strax þegar einhver óvissa skapast, það er einhver rýming og viðvarandi rigning og ástand þá er strax alveg þörf fyrir sálgæslu. Svo þegar stóra skriðan fellur og það er rýming og allt sveitarfélagið í einhverjum ótrúlegum aðstæðum, þá er strax tryggð áfallahjálp,“ segir Sigríður. „Ýmsir aðilar eru betur búnir en fyrir örfáum árum, innan Rauða krossins hefur fólk markvisst verið þjálfað í því að veita sálrænan stuðning, eins og strax þarna í fjöldahjálparstöðinni á Egilsstöðum og svo áfram þegar við máttum fara heim aftur,“ segir Sigríður. Ástandið enn yfirstandandi Hún segir að fólki hafi verið mjög brugðið í vikunni þegar grunur var um að sprunga í skriðusári stóru skriðunnar væri óstöðug. „Ástandið er ennþá yfirstandandi. Þau sem misstu heimili sín og þau sem búa á ótryggum svæðum þurfa aðstoð og svo ýfir þetta upp gömul sár, fólk hefur upplifað skriður og snjóflóð og alls konar. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum ótrúlega ánægð með allt sem er gert,“ segir Sigríður. Hún segir samstöðu Seyðfirðinga hafa skipt lykilmáli. Samtöl við fólk í sömu aðstæðum skipti miklu máli og það sé sú áfallahjálp sem flestir þurfi á að halda. „Maður fann það líka á milli hátíðanna og núna þegar fólk er að mæta í fjöldahjálparstöðina að það var ótrúlega mikilvægt að hitta fólk í sömu sporum og tala við það. Það er alveg ómetanlegt, það er áfallahjálp og sú áfallahjálp sem flestir þurfa. Við finnum alveg að það er þörf fyrir allan þennan stuðning,“ segir Sigríður. Hún segist mjög ánægð með viðbrögð yfirvalda. „Ég er mjög ánægð með það og svo sá ég stuttu seinna að það væri búið að tryggja að það yrði hérna sálfræðingur. Ég held að það sé mikil þörf fyrir þetta og þetta er mikils metið.“
Aurskriður á Seyðisfirði Geðheilbrigði Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33
Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49
Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09