Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 15:39 Frá Seyðisfirði í desember síðastliðnum. Vísir/Egill Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Hættustig hefur verið í gildi á Seyðisfirði frá 20. desember síðastliðnum en þá var almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi. Var það virkjað eftir stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. Að sögn lögreglu hefur hreinsun á áhrifasvæðum skriðufalla sem féllu 15. til 18. desember gengið vel síðustu vikur en samhliða hreinsuninni hefur verið unnið að gerð bráðavarna. Er þeirri vinnu lokið á nokkrum svæðum. Aflétta rýmingu undir Múlanum Áfram er fylgst grannt með frekari skriðuhættu og telst hún ekki yfirvofandi til skamms tíma litið. Vegna þessa hefur verið ákveðið að aflétta rýmingu á þeim húsum sem standa undir Múlanum sem hafa verið rýmd frá 18. desember. Um er að ræða hús við Hafnargötu nr. 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c, en búið er að kynna íbúum þessa ákvörðun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að nú sé unnið að frumathugun vegna varanlegra varna fyrir byggðina og endurskoðun á hættumati vegna skriðufalla. Unnið er að sérstöku mati fyrir svæðið utan við stóru skriðuna sem féll 18. desember við Stöðvarlæk og má búast við niðurstöðum á næstu dögum. Ekki er enn sem komið er heimilt að dvelja í þeim íbúðarhúsum samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Gerð reitaskipts rýmingakorts vegna hættu á skriðuföllum er sögð vera á lokastigum. Áfram má búast við að gripið verður til rýminga á næstu mánuðum ef veðurskilyrði verða óhagstæð eða mikil rigning í veðurspám. Fréttin hefur verið uppfærð. Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Veður Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09 Ekki talið að hreyfingar hafi orðið á jarðlögum á Seyðisfirði Ekki er talið að sprunga í skriðusári skriðunnar, sem féll þann 18. desember á Seyðisfirði, hafi stækkað en tilkynning þess efnis barst í dag. Hreinsunarvinna hafði verið í gangi á áhrifasvæði skriðunnar en henni var hætt af öryggisástæðum vegna mögulegrar hreyfingar í skriðunni. 14. janúar 2021 19:57 Rýmdu frystihús og sigldu með fólk í bæinn í öryggisskyni Lögreglan á Austfjörðum ákvað að láta rýma hús á vinnusvæði nærri þeim stað þar sem stór skriða féll á Seyðisfirði í desember. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ábendingar hafi borist klukkan hálf tólf í morgun um að sprunga sem myndaðist í fyrrnefndri skriðu 18. desember hefði hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan hefði í kjölfarið verið rýmt og því lokað. 14. janúar 2021 12:56 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Hættustig hefur verið í gildi á Seyðisfirði frá 20. desember síðastliðnum en þá var almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi. Var það virkjað eftir stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. Að sögn lögreglu hefur hreinsun á áhrifasvæðum skriðufalla sem féllu 15. til 18. desember gengið vel síðustu vikur en samhliða hreinsuninni hefur verið unnið að gerð bráðavarna. Er þeirri vinnu lokið á nokkrum svæðum. Aflétta rýmingu undir Múlanum Áfram er fylgst grannt með frekari skriðuhættu og telst hún ekki yfirvofandi til skamms tíma litið. Vegna þessa hefur verið ákveðið að aflétta rýmingu á þeim húsum sem standa undir Múlanum sem hafa verið rýmd frá 18. desember. Um er að ræða hús við Hafnargötu nr. 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c, en búið er að kynna íbúum þessa ákvörðun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að nú sé unnið að frumathugun vegna varanlegra varna fyrir byggðina og endurskoðun á hættumati vegna skriðufalla. Unnið er að sérstöku mati fyrir svæðið utan við stóru skriðuna sem féll 18. desember við Stöðvarlæk og má búast við niðurstöðum á næstu dögum. Ekki er enn sem komið er heimilt að dvelja í þeim íbúðarhúsum samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Gerð reitaskipts rýmingakorts vegna hættu á skriðuföllum er sögð vera á lokastigum. Áfram má búast við að gripið verður til rýminga á næstu mánuðum ef veðurskilyrði verða óhagstæð eða mikil rigning í veðurspám. Fréttin hefur verið uppfærð.
Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Veður Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09 Ekki talið að hreyfingar hafi orðið á jarðlögum á Seyðisfirði Ekki er talið að sprunga í skriðusári skriðunnar, sem féll þann 18. desember á Seyðisfirði, hafi stækkað en tilkynning þess efnis barst í dag. Hreinsunarvinna hafði verið í gangi á áhrifasvæði skriðunnar en henni var hætt af öryggisástæðum vegna mögulegrar hreyfingar í skriðunni. 14. janúar 2021 19:57 Rýmdu frystihús og sigldu með fólk í bæinn í öryggisskyni Lögreglan á Austfjörðum ákvað að láta rýma hús á vinnusvæði nærri þeim stað þar sem stór skriða féll á Seyðisfirði í desember. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ábendingar hafi borist klukkan hálf tólf í morgun um að sprunga sem myndaðist í fyrrnefndri skriðu 18. desember hefði hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan hefði í kjölfarið verið rýmt og því lokað. 14. janúar 2021 12:56 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33
Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09
Ekki talið að hreyfingar hafi orðið á jarðlögum á Seyðisfirði Ekki er talið að sprunga í skriðusári skriðunnar, sem féll þann 18. desember á Seyðisfirði, hafi stækkað en tilkynning þess efnis barst í dag. Hreinsunarvinna hafði verið í gangi á áhrifasvæði skriðunnar en henni var hætt af öryggisástæðum vegna mögulegrar hreyfingar í skriðunni. 14. janúar 2021 19:57
Rýmdu frystihús og sigldu með fólk í bæinn í öryggisskyni Lögreglan á Austfjörðum ákvað að láta rýma hús á vinnusvæði nærri þeim stað þar sem stór skriða féll á Seyðisfirði í desember. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ábendingar hafi borist klukkan hálf tólf í morgun um að sprunga sem myndaðist í fyrrnefndri skriðu 18. desember hefði hugsanlega gliðnað. Vinnusvæði þar fyrir neðan hefði í kjölfarið verið rýmt og því lokað. 14. janúar 2021 12:56