Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vísir/Arnar Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira