Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 07:00 Óhætt er að segja að Davíð Kristinsson sé í mörgum hlutverkum á Seyðisfirði. Vísir/Egill „Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“. Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þetta segir Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilisfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu, og varð síðan ítrekað fyrir flóðum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæð þess nær allt ónýtt. Hann segir að stóra verkið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimilið veitir. „Ég er mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Seyðisfirði unnu saman og hversu mikið traust ríkti á milli okkar. Samheldnin gerði útslagið á þessum erfiða tíma og réði úrslitum um hversu vel tókst til. Ég er líka stoltur af íbúum í bænum. Hér er ekkert verið að gefast upp“, segir Davíð. Hann segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund og oft erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það er ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar í 20 daga vegna björgunarstarfa. Þetta langa útkall hafi kostað sitt, bæði andlega og líkamlega. Hann er þakklátur Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir áfallahjálpina sem var strax í boði eftir að útkallinu lauk. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli, segir Davíð. Það er mikið áfall á horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. „Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir og gera mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira