Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 25. ágúst 2025 19:21 Leikmennirnir voru með myndir af Jesse meðferðis. Mummi Lú Leikmenn KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu spiluðu með sorgarbönd í leik liðsins við Stjörnuna sem nú stendur yfir í Frostaskjóli. Þetta gerðu þeir til að minnast ungs iðkanda, Jesse Baraka Botha, tæplega tíu ára drengs sem lést úr malaríu á Landspítalanum í síðustu viku, eftir ferðalag til Úganda. Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis. KR Fótbolti Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Jesse Baraka Botha hefði orðið tíu ára gamall í síðustu viku en hann lést af völdum malaríu þann 18. ágúst. Hans var minnst með mínútuþögn fyrir leik KR og Stjörnunnar í dag auk þess sem leikmenn KR báru sorgarbönd. „Jesse var hjá okkur mörgum stundum og nánast á öllum leikjum. Auðvitað spilaði hann upp yngri flokkana hjá okkur samhliða Leikni. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera með stund fyrir Jesse. Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR. Hann segir að langflestir hafi vitað hver Jesse var, þar á meðal margir leikmenn KR. Jesse hafi verið tíður gestur í búningsklefann á árum áður. Fjölskylda Jesse var viðstödd.Vísir/Anton Brink Jesse greindist með malaríu eftir ferðalag til Úganda. Móðir Jesse og barnung systir hans greindust einnig en hafa verið útskrifaðar af Landspítalanum. Þær voru meðal fjölskyldu Jesse sem sóttu leikinn. Á fótboltaleiknum var einnig Sigurður Helgason, náinn fjölskylduvinur þeirra. „Hann Siggi Helga, einn harðasti KR-ingur sem þú finnur og mikill fjölskylduvinur, var mikið með Jesse og þeir fóru saman á hundruði leikja hjá KR, landsliðinu og Leikni. Jesse var mikill Liverpool-maður svo Siggi heldur minningu hans á lofti með Liverpool-trefli þótt hann sé Manchester City-maður sjálfur,“ segir Pálmi. Mínútuþögn var fyrir leikinn.Vísir/Anton Brink Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Sýnar, var viðstödd mínútuþögnina fyrir leikinn og lýsti henni sem áhrifaríkri stund. Kvennalið KR spilaði einnig með sorgarbönd til minningar Jesse þegar þær kepptu gegn Gróttu síðasta fimmtudag. Á laugardag var einnig mínútuþögn til að minnast Jesse fyrir leik Leiknis gegn ÍR í Lengjudeild karla. Margir voru viðstaddir leikinn.Vísir/Anton Brink „Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta, lék með yngri flokkum félagsins og var tíður gestur á leikjum Leiknis. Jesse verður sárt saknað,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Leiknis.
KR Fótbolti Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira