Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:20 Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í spilafíkn. Vísir/Einar Sífellt fleiri ungir karlmenn lenda í spilavanda eftir að hafa stundað veðmál á ólöglegum veðmálasíðum að sögn prófessors við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld bregðist við og hætti að skella skolleyrum við vandanum. KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel. Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
KSÍ og ÍSÍ hafa í sumar varað við vaxandi vinsældum veðmálasíða þar sem veðjað er á úrslit leika. Slíkt geti ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Ungir karlmenn séu langfjölmennastir spilara og því útsettir fyrir spilafíkn. Þrátt fyrir að erlendar veðmálasíður séu ólöglegar hér á landi starfi þær óáreittar. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands hefur gert faraldsfræðilegar rannsóknir á peningaspilum síðustu 20 ár. Hann segir vandann hafa aukist mikið á örfáum árum. „Það eru sífellt fleiri og fleiri sem taka þátt í veðmálum á erlendum vefsíðum.Við sjáum að yngri aldurshóparnir eða 18-25 ára og 26-40 ára eru fjölmennastir og þar eru fyrst og fremst karlar að spila,“ segir Daníel. Hann segir að fyrir um 20 árum hafi afar fáir veðjað hér á landi á erlendum vefsíðum. En nú sé um og yfir þriðjungur 18-25 ára karla sem segist hafa veðjað á erlendum veðmálasíðum. Fyrst og fremst á fótboltaleiki. „Nú sjáum við það sérstaklega meðal ungra karlmanna að það sem helst spáir fyrir hvort þú lendir í vanda er hversu mikið þú spilar á erlendum vefsíðum,“ segir hann. Samfara aukinni þátttöku aukist spilavandinn. „Það eru fleiri ungir karlmenn að lenda í vanda vegna þátttöku sinnar á erlendum vefsíðum,“ segir Daníel. Hann nefnir nokkrar af stærstu erlendu veðmála síðunum sem séu umfangsmiklar hér á landi. En samkvæmt tveggja ára úttekt Viðskiptaráðs eyddu Íslendingar rúmum níu milljörðum á erlendum veðmálasíðum á ári hverju. „Veðmálasíðurnar Coobet og Betson eru áberandi hér á landi. Þær bjóða notendum sínum meira segja upp á íslensku,“ segir hann. Hann tekur undir með ÍSI og KSÍ um að stjórnvöld þurfi að bregðast við þessari þróun með lagasetningu. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við með neinum hætti.Það eru til nokkrar leiðir til að bregðast við. Til að mynda er hægt að krefjast þess að fjármálastofnanir hér á landi eigi ekki viðskipti við síður af þessu tagi,“ segir Daníel.
Fjárhættuspil Íþróttir barna Tengdar fréttir Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18 Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. 16. ágúst 2025 13:18
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27. júlí 2025 23:29