Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu

Fréttamynd

Krabba­meins­fé­lagið segir ó­vissunni eytt

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, kveðst ekki hafa séð nein gögn sem bendi til þess að fullyrðing Tryggva Björns Stefánssonar í Kastljósi síðastliðinn fimmtudag um að gæðakerfi leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins standist ekki viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið segir að með þessu hafi óvissu sem ummælin ollu verið eytt.

Innlent
Fréttamynd

„Ég spyr mig, hvar er auðmýktin í þessu máli?“

Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á málsókn gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við greiningu, furðar sig á útspili Krabbameinsfélagsins. Í fyrstu hafi málflutningur félagsins einkennst af ákveðnu jafnvægi en það eigi ekki við um viðbrögð félagsins síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Fengu svör frá Sjúkratryggingum en engin gögn

Á vefsvæði Krabbameinsfélagsins kemur fram að félaginu hafi rétt fyrir hádegi í dag borist svar frá Sjúkratryggingum við erindi félagsins um afhendingu gagna. Engin gögn hafi þó borist með svarinu sem hafi getað stutt við ummælin sem voru látin falla í Kastljósviðtali af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga þess efnis að gæðakerfi Leitarstöðvarinnar uppfyllti ekki viðmið Evróputilskipana.

Innlent
Fréttamynd

„Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“

Kvensjúkdómalæknir mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV-veirunni, því bólusetningin geti veitt þeim nánast fullkomna vörn. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana.

Innlent
Fréttamynd

Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast

Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna.

Innlent
Fréttamynd

„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“

Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu áhyggjur af andlega veikum starfsmanni sem gerði mistök

Starfsmaður Krabbameinsfélagsins sem sinnti því að greina sýni við leghálsskoðun var andlega veikur og hætti störfum af þeim sökum á þessu ári. Viðkomandi starfsmaður gerði mistök við greiningu á frumubreytingum sem nú er orðið að ólæknandi krabbameini.

Innlent
Fréttamynd

Tryggjum gæði skimana!

Allar konur á aldursbilinu 23 ára til 65 ára eru boðaðar í leghálskrabbameinsleit af Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þriggja ára fresti. Á hverju ári eru það um 27.000 konur og frumurannsóknarstofa Leitarstöðvarinnar skoðar árlega 25.000 til 30.000 leghálssýni.

Skoðun