„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2020 17:52 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konunnar sem greindist með ólæknandi krabbamein í kjölfar mistakanna. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. Sævar ræddi um málið í Reykjavík síðdegis. Hann með þrjú önnur mál af svipuðum toga sem kanna þarf til hlítar. Fyrirspurnum frá konum sem vilja kanna rétt sinn hefur rignt yfir Sævar eftir að fréttastofa greindi frá málinu í upphafi vikunnar. „Þetta eru mál sem eiga það sammerkt að vera á þessu tímabili sem hér er til umræðu; einstaklingar sem hafa farið í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu á þessum tíma, 2018, og veikjast síðan stuttu seinna eða ári seinna og þá alvarlega,“ segir Sævar um þau þrjú mál þar sem verið er að kanna grundvöll til málsóknar. Frekari gagnaöflunar sé þörf á þessu stigi máls. „Ég hefði nú samt viljað kalla eftir því að stjórnvöld gripu inn í með afgerandi hætti. Það er eðlilegt að fá utanaðkomandi aðila til að kanna og rannsaka hvað fór úrskeiðis þarna. Það er ekki eðlilegt að aðilinn sem verið er að gagnrýna sé að rannsaka sig sjálfur. Mér fyndist það svona faglegra að það yrði þá fenginn einhver utanaðkomandi aðili. Ég geri ráð fyrir að Landlæknisembættið sé að vinna í því.“ Ekki að reka málið út af bótakröfu heldur réttlæti Sævar var spurður út í líðan umbjóðandans. „Hún er skiljanlega ekki góð. Hún náttúrulega er að kljást við bæði þennan sjúkdóm sem er krabbamein og líka bara framhaldið; að takast á við framtíðina sem er mjög, mjög óljós. Það skal tekið fram að hún er ekki að reka mál sitt opinberlega út af einhverri bótakröfu. Hún er að vekja athygli á málinu út af þeim „lapsus“ sem er í þessum öryggisventil sem er Krabbameinsfélagið. Hún vill benda á að það er eitthvað mikið að. Eftirlitið sem konur hafa treyst á virkar ekki sem skyldi.“ Umbjóðanda Sævars þykir óeðlilegt að stjórnendur Krabbameinsfélagsins stilli málinu upp með þeim hætti að mistökin, og þar með talin ábyrgðin, hverfist eingöngu um einn tiltekinn starfsmann. „Það voru gerð mistök. Það er bara eins og það er, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það hafa komið fram upplýsingar í þessu máli sem benda til þess að eftirlitið hafi bara ekki verið eðlilegt og ekki í samræmi við það sem þekkist annars staðar í Evrópu og það er ámælisvert. [...] Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli. Það eru auðvitað stjórnendur Krabbameinsfélagsins, sem bera ábyrgðina“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. Sævar ræddi um málið í Reykjavík síðdegis. Hann með þrjú önnur mál af svipuðum toga sem kanna þarf til hlítar. Fyrirspurnum frá konum sem vilja kanna rétt sinn hefur rignt yfir Sævar eftir að fréttastofa greindi frá málinu í upphafi vikunnar. „Þetta eru mál sem eiga það sammerkt að vera á þessu tímabili sem hér er til umræðu; einstaklingar sem hafa farið í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu á þessum tíma, 2018, og veikjast síðan stuttu seinna eða ári seinna og þá alvarlega,“ segir Sævar um þau þrjú mál þar sem verið er að kanna grundvöll til málsóknar. Frekari gagnaöflunar sé þörf á þessu stigi máls. „Ég hefði nú samt viljað kalla eftir því að stjórnvöld gripu inn í með afgerandi hætti. Það er eðlilegt að fá utanaðkomandi aðila til að kanna og rannsaka hvað fór úrskeiðis þarna. Það er ekki eðlilegt að aðilinn sem verið er að gagnrýna sé að rannsaka sig sjálfur. Mér fyndist það svona faglegra að það yrði þá fenginn einhver utanaðkomandi aðili. Ég geri ráð fyrir að Landlæknisembættið sé að vinna í því.“ Ekki að reka málið út af bótakröfu heldur réttlæti Sævar var spurður út í líðan umbjóðandans. „Hún er skiljanlega ekki góð. Hún náttúrulega er að kljást við bæði þennan sjúkdóm sem er krabbamein og líka bara framhaldið; að takast á við framtíðina sem er mjög, mjög óljós. Það skal tekið fram að hún er ekki að reka mál sitt opinberlega út af einhverri bótakröfu. Hún er að vekja athygli á málinu út af þeim „lapsus“ sem er í þessum öryggisventil sem er Krabbameinsfélagið. Hún vill benda á að það er eitthvað mikið að. Eftirlitið sem konur hafa treyst á virkar ekki sem skyldi.“ Umbjóðanda Sævars þykir óeðlilegt að stjórnendur Krabbameinsfélagsins stilli málinu upp með þeim hætti að mistökin, og þar með talin ábyrgðin, hverfist eingöngu um einn tiltekinn starfsmann. „Það voru gerð mistök. Það er bara eins og það er, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Það hafa komið fram upplýsingar í þessu máli sem benda til þess að eftirlitið hafi bara ekki verið eðlilegt og ekki í samræmi við það sem þekkist annars staðar í Evrópu og það er ámælisvert. [...] Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli. Það eru auðvitað stjórnendur Krabbameinsfélagsins, sem bera ábyrgðina“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32
Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52
Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07