Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 17:30 Krabbameinsfélagið. Vísir/vilhelm Krabbameinsfélag Íslands fór fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) í dag í kjölfar viðtals við fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag. SÍ höfnuðu beiðni Krabbameinsfélagsins um neyðarfundinn. Þetta segir í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið birti á vef sínum nú á sjötta tímanum. Þá telji félagið „grafalvarlegt“ ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. Í tilkynningunni segir jafnframt að Krabbameinsfélagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöðinni sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið ítrekar í yfirlýsingu sinni í dag að málflutningur Tryggva hafi komið þeim í opna skjöldu. Yfirlýsingar hans hafi ekki komið fram í tengslum við endurnýjun þjónustusamnings félagsins við Sjúkratryggingar um skimanir. „Krabbameinsfélagið telur grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hafa búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart. Það skal ítrekað að Sjúkratryggingar hafa ekki gert neinar úttektir á framkvæmd þjónustusamningsins,“ segir í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins. Hana má nálgast í heild á vef félagsins. Vísir hefur leitað viðbragða hjá Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 „Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. 4. september 2020 17:52 Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Krabbameinsfélag Íslands fór fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) í dag í kjölfar viðtals við fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag. SÍ höfnuðu beiðni Krabbameinsfélagsins um neyðarfundinn. Þetta segir í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið birti á vef sínum nú á sjötta tímanum. Þá telji félagið „grafalvarlegt“ ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. Í tilkynningunni segir jafnframt að Krabbameinsfélagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöðinni sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið ítrekar í yfirlýsingu sinni í dag að málflutningur Tryggva hafi komið þeim í opna skjöldu. Yfirlýsingar hans hafi ekki komið fram í tengslum við endurnýjun þjónustusamnings félagsins við Sjúkratryggingar um skimanir. „Krabbameinsfélagið telur grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hafa búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart. Það skal ítrekað að Sjúkratryggingar hafa ekki gert neinar úttektir á framkvæmd þjónustusamningsins,“ segir í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins. Hana má nálgast í heild á vef félagsins. Vísir hefur leitað viðbragða hjá Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 „Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. 4. september 2020 17:52 Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01
„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. 4. september 2020 17:52
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32