„Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 11:44 Kristján Oddsson mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV. Bólusetning við HPV-veiru getur veitt nánast fullkomna vörn við leghálskrabbameini ef hún er gerð áður en konur byrja að stunda kynmök, segir Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana, óháð því hvort þær séu bólusettar eða ekki. Umræða um HPV-veiru, sem veldur krabbameinum, hefur verið mikil undanfarna daga eftir fréttir um mistök við skimanir hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hér á landi eru markaðssett tvö bóluefni gegn HPV og er annað þeirra gefið tólf ára stúlkum til varnar leghálskrabbameini. Hitt bóluefnið ver bæði stúlkur og pilta gegn vörtuveirum og sýkingum vegna HPV. Virknin hins vegar minnkar eftir að konur byrja að stunda kynmök „Gagnsemi bólusetningar er nánast 100 prósent ef það er gert áður en kynmök hefjast. Hins vegar geta ungar konur, og mörg lönd fóru þá leið að bjóða konum til 26 ára aldurs fría bólusetningu. Það hefur verið rætt líka að jafnvel konur til 45 ára aldurs gætu haft gagn af bólusetningu. Með því þá að þær hafi ekki smitast af þeim veirum sem valda þessu því bóluefnið læknar ekki þá sýkingu sem orðið hefur, heldur kemur í veg fyrir hana,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Allar konur geti óskað eftir bólusetningu. „Bóluefnið Cervarix kostar í kringum 50 þúsund krónur í þremur skömmtum. Og með þessu nýgilda bóluefni þá kostar það í kringum 70 þúsund og þá færðu 90 prósent vörn, en með því skilyrði að þú hafir aldrei stundað kynmök.“ Mikilvægast af öllu sé þó að mæta í skimun. „Aðalatriðið í skimun við leghálskrabbameini er að konur mæti þegar þær fá boðun. Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Bólusetning við HPV-veiru getur veitt nánast fullkomna vörn við leghálskrabbameini ef hún er gerð áður en konur byrja að stunda kynmök, segir Kristján Oddsson, kvensjúkdómalæknir og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana, óháð því hvort þær séu bólusettar eða ekki. Umræða um HPV-veiru, sem veldur krabbameinum, hefur verið mikil undanfarna daga eftir fréttir um mistök við skimanir hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hér á landi eru markaðssett tvö bóluefni gegn HPV og er annað þeirra gefið tólf ára stúlkum til varnar leghálskrabbameini. Hitt bóluefnið ver bæði stúlkur og pilta gegn vörtuveirum og sýkingum vegna HPV. Virknin hins vegar minnkar eftir að konur byrja að stunda kynmök „Gagnsemi bólusetningar er nánast 100 prósent ef það er gert áður en kynmök hefjast. Hins vegar geta ungar konur, og mörg lönd fóru þá leið að bjóða konum til 26 ára aldurs fría bólusetningu. Það hefur verið rætt líka að jafnvel konur til 45 ára aldurs gætu haft gagn af bólusetningu. Með því þá að þær hafi ekki smitast af þeim veirum sem valda þessu því bóluefnið læknar ekki þá sýkingu sem orðið hefur, heldur kemur í veg fyrir hana,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Allar konur geti óskað eftir bólusetningu. „Bóluefnið Cervarix kostar í kringum 50 þúsund krónur í þremur skömmtum. Og með þessu nýgilda bóluefni þá kostar það í kringum 70 þúsund og þá færðu 90 prósent vörn, en með því skilyrði að þú hafir aldrei stundað kynmök.“ Mikilvægast af öllu sé þó að mæta í skimun. „Aðalatriðið í skimun við leghálskrabbameini er að konur mæti þegar þær fá boðun. Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01
Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. 4. september 2020 12:52