Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2020 12:21 Sævar Þór Jónsson er með tvö mál kvenna sem telja mistök hafa verið gerð við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu til ítarlegrar skoðunar. Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Sjá meira
Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01
Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31