

KA unnu Leikni 0-5 á Domusnovavellinum í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld.
Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH.
Leiknismenn sóttu þrjú stig í Garðabæinn í kvöld þegar þeir sigruðu Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu. Lokatölur 3-0 en öll mörk Leiknis komu í fyrri hálfleik þar sem þeir léku við hvern sinn fingur.
„Fyrri hálfleikur var mjög góður og í seinni hálfleik taka þeir leikinn yfir eðlilega. Við erum ekki vanir því í sumar að vera í forystu þannig að það var skjálfti í mönnum og menn vildu passa upp á sitt,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir 3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld.
Leiknir vann sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni. Seinasti sigur Leiknis í deildinni kom þann 8. ágúst á síðasta ári gegn Val. 330 dögum síðar kom 1-0 sigur gegn ÍA þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen reyndist hetja Breiðhyltinga.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis var í skýjunum með fyrsta sigur Leiknis á tímabilinu. Leiknir vann ÍA 1-0 þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen gerði sigurmark heimamanna.
Valur tekur á móti Leikni R. í Bestu deild karla í fótbolta. Með góðum sigri geta Valsarar farið upp í 2. sæti deildarinnar á meðan Leiknir R. gæti komist úr fallsæti takist þeim að næla í stigin þrjú. Leikurinn hefst klukkan 19.15.
FH og Leiknir gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í Kaplakrika í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Maciej Makuszewski reyndist hetja Leiknismanna þegar hann jafnaði metin fyrir gestina í uppbótartíma.
Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild karla í fótbolta eftir 2-1 útisigur gegn Leikni í kvöld.
Ísak Snær, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk er Blikar unnu Leikni í Breiðholti 1-2 í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur og skrýtinn að mati Ísaks.
Það voru þónokkrar sviptingar er Fram vann 3-2 sigur á Leikni Reykjavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Jannik Holmsgaard reyndist hetja liðsins með marki í framlengingu en Framarar léku færri frá 70. mínútu.
KR mætti botnliði Leiknis Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta. Heimamenn komust yfir snemma leiks en líkt og áður í sumar tókst þeim ekki að fylgja því eftir og gestirnir jöfnuðu metin í síðari hálfleik, lokatölur 1-1 í Vesturbænum.
Fram heimsótti Breiðholtið og mætti Leikni Reykjavík í uppgjöri liða sem ekki höfðu unnið leik í Bestu deild karla fyrir kvöldið. Fram vann 2-1 sigur og er komið á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Leiknismenn hafa ekki ekki skorað sjálfir í Bestu deildinni í sumar því eina mark liðsins var sjálfsmark í boði Eyjamanna. Nú er svo komið að met sem flestir héldu að myndu lifa að eilífðu er í smá hættu.
Mörkin láta bíða eftir sér hjá Leiknismönnum í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og svo hefur í raun verið allt síðan að liðið missti framherjann Sævar Atli Magnússon í atvinnumennsku. Nú eru fimm umferðir búnar af þessu tímabili og Leiknismaður hefur enn ekki skorað fyrir Leikni í ár.
Víkingarnir úr Reykjavík og Keflavík röðuðu inn mörkum í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þessi mörk inn á Vísi.
Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, var langt því frá að vera ánægður eftir 3-0 tap gegn Keflavík í fimmtu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.
Keflavík vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Leikni í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Bæði lið voru í leit að sínum fyrsta sigri fyrir leikinn, en bið Keflvíkinga er nú á enda.
Stjarnan hefur keypt Daníel Finns Matthíasson frá Leikni. Samningur hans við Breiðholtsfélagið var að renna út.
Þorvaldur Árnason sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum í leik Leiknis og Víkings í Bestu deildinni í gærkvöldi og Víkingarnir þurftu svo sannarlega á þeim að halda í þessu markalausa jafntefli.
Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hafði sitthvað út á dómgæsluna í leik lærisveina sinna gegn Leikni í Bestu-deild karla í fótbolta að setja að leik loknum i kvöld. Liðin skildu jöfn í markalausum leik.
Leiknir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli þegar liðin áttust við í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld.
Ísak Snær Þorvaldsson átti heldur betur góðan afmælisdag í gær en hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Breiðabliks á FH í 3. umferð Bestu deildarinnar.
Það voru tvö stigalaus lið, ÍBV og Leiknir, sem leiddu saman hesta sína á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Liðin skiptust á jafnan hlut og eru þar af leiðandi bæði komin á blað.
Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds innan í klæðingu íþróttahússins í Austurbergi í Breiðholti í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag.
Leiknismenn fengu skell gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í fótbolta í dag.
Stjarnan innbyrti sinn fyrsta sigur í Bestudeild karla í fótbolta þegar liðið vann sannfærandi 3-0 gegn Leikni í leik liðanna á Domusnova-vellinum í Breiðholtinu í kvöld.
Tveir síðustu leikir 1. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta fóru fram í gær. KA vann Leikni Reykjavík 1-0 og KR vann 4-1 útisigur á Fram er liðin mættust í Safamýri.
KA mætti Leikni frá Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Dalvíkurvelli í kvöld. Aðstöðuleysi norðanmanna hefur vart farið fram hjá mörgum og mun KA því þurfa að spila nokkra leiki á Dalvík í byrjun móts. KA hafði að lokum 1-0 sigur eftir leik sem var ekki mikið fyrir augað.