Sjáðu mörkin: Langþráður sigur FH, aukaspyrna Tryggva Hrafns og markaveisla í Breiðholti Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 10:30 FH-ingar fagna seinna marki Úlfs Ágústs sem gerði endanlega út um leikinn. Vísir/Diego Fjórtán mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. FH vann þar sinn fyrsta deildarsigur eftir þjálfaraskipti í júní, sjö mörk voru skoruð í Breiðholti og fjögurra marka jafntefli var í Víkinni. FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
FH-ingar unnu loksins deildarsigur undir stjórn þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar í níundu tilraun er Keflavík kom í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöld. FH-ingar nýttu sér liðsmuninn eftir að Kian Williams var rekinn af velli snemma leiks. Ólafur Guðmundsson kom liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en framherjinn ungi Úlfur Ágúst Björnsson tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Úlfur var svo aftur á ferðinni þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og innsiglaði 3-0 sigurinn. Klippa: Mörkin úr leik FH og Keflavíkur Zean Dalügge, sem kom á láni til Leiknis frá Frey Alexanderssyni og Lyngby fyrr í sumar, var hetja Breiðhyltinga er þeir tóku á móti KR. Daði Bærings Halldórsson kom Leikni þar yfir snemma leiks áður en sitt hvort sjálfsmarkið þýddi að staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hléi. Emil Berger kom Leikni í 3-1 á 66. mínútu en mörk frá Kjartani Henry Finnbogassyni og Kristni Jónssyni á þriggja mínútna kafla seint í leiknum jöfnuðu leikinn fyrir KR, 3-3. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Kristins komst Dalügge hins vegar í gegn og tryggði Leikni 4-3 sigur með laglegri afgreiðslu. Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Leiknismenn í ljósi þess að bæði ÍA og FH unnu sína leiki í umferðinni og baráttan um fall herðist enn. Klippa: Mörkin úr leik Leiknis og KR Breiðablik varð fyrsta liðið til að fagna sigri gegn Fram á nýjum velli þeirra í Úlfarsárdal í gærkvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sölvi Snær Guðbjargarson liðinu í forystu á 56. mínútu og þá innsiglaði Höskuldur Gunnlaugsson 2-0 sigur liðsins seint í leiknum eftir að Fram hafði misst mann af velli með rautt spjald. Blikar eru þá með sex stiga forskot á toppi deildarinnar, á undan KA sem er í öðru sæti. Klippa: Mörkin úr leik Fram og Breiðabliks Víkingur hefur misst KA fram úr sér þar sem liðið missti niður tveggja marka forystu gegn Val til að gera fjórða jafntefli sitt í deildinni í gær. Helgi Guðjónsson og Kyle McLagan komu Víkingi í 2-0 með mörkum á sjö mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 39. mínútu með laglegu aukaspyrnumarki, en hann var að skora úr aukaspyrnu annan deildarleikinn í röð. Sjálfsmark Olivers Ekroth þýddi þá að leiknum lauk 2-2 og er Víkingur nú með 32 stig í þriðja sæti, tíu frá toppliði Blika og fjórum frá KA í öðru sætinu. Valur er með 31 stig sæti neðar. Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Vals Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík KR Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti