Adam Örn gekk til liðs við Breiðablik frá norska félaginu Tromsø um miðjan marsmánuð fyrr á þessu ári.
Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur lítið komið við sögu hjá Blikum í sumar en hann hefur leikið tvo deildarleiki og einn bikarleik.
Leiknir er í harðri fallbaráttu en liðið laut í lægra haldi fyrir ÍBV í 14. umferð Bestu deildarinnar og situr í næstneðsta sæti með 10 stig. Leiknismenn eru með einu stigi minna en FH og ÍBV sem sitja í sætunum fyrir ofan fallsvæðið.