Keflavík og Leiknir R. með óvænta en örugga sigra á meðan Fram tapar ekki í Úlfarsárdal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 11:00 Sebastian Hedlund sá rautt og Valur fékk 0 stig. Vísir/Tjörvi Týr Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH. Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira