Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 11:01 Bjarki Aðalsteinsson var að reyna að bjarga marki á marklínunni. Var boltinn kominn inn? Ekki að mati dómara leiksins. Vísir/Hulda Margrét Um tíma leit út fyrir að bræður hefðu skorað sjálfsmark fyrir sitt hvort liðið í sama leiknum í Bestu deild karla í gær. Þegar betur var að gáð þá ætti það ekki að vera þannig. Leiknir vann 4-3 sigur á KR í átjándu umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar liðanna tveggja voru bræðurnir Arnór Sveinn og Bjarki Aðalsteinssynir. Undir lok fyrri hálfleiks komu tvö mörk með fimm mínútna millibili sem fjölmiðlar skráðu bæði sem sjálfsmark á þá bræður. Í fyrra markinu reyndi Bjarki að bjarga á marklínunni en boltinn fór af honum og inn. Í seinna markinu var fékk Arnór Sveinn boltann í sig eftir að markvörður hans hafði varið skot Zean Peetz Dalügge. Svona gekk dómari leiksins frá leiksskýrslunni eftir leik Leiknis og KR í gær. Mörkin sem um ræðir voru skoruð á 42. og 45+2. mínútu leiksins.ksi.is Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins skráði þó aðeins sjálfsmark á Bjarka en ekki á Arnór Svein. Í raun ætti það að vera öfugt ef bara annar þeirra ætti að fá skráð á sig sjálfsmark. Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark. Skot KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar er á leið á markið þegar Bjarki reynir að bjarga á marklínunni og það lítur út fyrir að boltinn sé kominn yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar honum í sjálfan sig. Það er dómarans að meta það hvort skotið hafi verið komið yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar boltanum í sjálfan sig. Mögulega sjálfsmark en líklegast bara mark hjá Stefáns Árna. Það er hins vegar rangt að skrá ekki sjálfsmark á Arnór Svein bróður hans fimm mínútum síðar. Beitir Ólafsson, markvörður KR, er þá búinn að verja skot Zean Peetz Dalügge en boltinn er á leið frá markinu þegar hann fer í Arnór og yfir línuna. Í stað þess að skrá þarna sjálfsmark þá gefur dómarinn Zean Peetz Dalügge markið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk af Leiknisvellinum í gær. Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Bjarki Aðalsteinsson, Leikni á móti KR Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR á móti Leikni Besta deild karla KR Leiknir Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Leiknir vann 4-3 sigur á KR í átjándu umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar liðanna tveggja voru bræðurnir Arnór Sveinn og Bjarki Aðalsteinssynir. Undir lok fyrri hálfleiks komu tvö mörk með fimm mínútna millibili sem fjölmiðlar skráðu bæði sem sjálfsmark á þá bræður. Í fyrra markinu reyndi Bjarki að bjarga á marklínunni en boltinn fór af honum og inn. Í seinna markinu var fékk Arnór Sveinn boltann í sig eftir að markvörður hans hafði varið skot Zean Peetz Dalügge. Svona gekk dómari leiksins frá leiksskýrslunni eftir leik Leiknis og KR í gær. Mörkin sem um ræðir voru skoruð á 42. og 45+2. mínútu leiksins.ksi.is Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins skráði þó aðeins sjálfsmark á Bjarka en ekki á Arnór Svein. Í raun ætti það að vera öfugt ef bara annar þeirra ætti að fá skráð á sig sjálfsmark. Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark. Skot KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar er á leið á markið þegar Bjarki reynir að bjarga á marklínunni og það lítur út fyrir að boltinn sé kominn yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar honum í sjálfan sig. Það er dómarans að meta það hvort skotið hafi verið komið yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar boltanum í sjálfan sig. Mögulega sjálfsmark en líklegast bara mark hjá Stefáns Árna. Það er hins vegar rangt að skrá ekki sjálfsmark á Arnór Svein bróður hans fimm mínútum síðar. Beitir Ólafsson, markvörður KR, er þá búinn að verja skot Zean Peetz Dalügge en boltinn er á leið frá markinu þegar hann fer í Arnór og yfir línuna. Í stað þess að skrá þarna sjálfsmark þá gefur dómarinn Zean Peetz Dalügge markið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk af Leiknisvellinum í gær. Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Bjarki Aðalsteinsson, Leikni á móti KR Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR á móti Leikni
Besta deild karla KR Leiknir Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira