Fótbolti

Fréttamynd

Arf­taki Orra Steins fundinn

FC Kaupmannahöfn hefur fundið arftaka landsliðsframherjans Orra Steins Óskarssonar. Sá heitir German Onugkha og var markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonar að fram­kvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu

„Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll.

Fótbolti
Fréttamynd

Ingi­björg til liðs við Brönd­by

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt til Bröndby í Danmörku og mun spila með liðinu út yfirstandandi leiktíð. Hún verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins en Hafrún Rakel Halldórsdóttir spilar einnig með Bröndby.

Fótbolti
Fréttamynd

Stutt gaman hjá Telles í Sádi-Arabíu

Vinstri bakvörðurinn Alex Telles er ekki lengur leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu. Hann gekk til liðs við félagsins sumarið 2023 en liðið hefur nú ákveðið að losa hann undan samningi.

Fótbolti
Fréttamynd

Slags­málin send til aga­nefndar

Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sögu­leg byrjun Slot

Arne Slot getur verið ánægður með gang mála í nýju starfi. Hans menn í Liverpool unnu 3-0 útisigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

Draumurinn um efri hlutann úti

Framarar og KA-menn þurfa að sætta sig við að keppa í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta þetta sumarið. Það var ljóst eftir töp liðanna tveggja í gærkvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sancho til Chelsea á láni og Sterling lík­lega til Arsenal

Það styttist í að félagaskiptagluggi evrópskrar knattspyrnu loki og því er mikið um að vera þessar mínúturnar. Stærstu fréttirnar eru án efa þær að Chelsea er að fá Jadon Sancho á láni frá Manchester United með því skilyrði að Lundúnafélagið kaupi hann næsta sumar. Þá er Raheem Sterling á leið frá Chelsea til Arsenal á láni.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ekki oft sem maður skorar“

„Ég held að við getum ekki verið annað en sáttar með þessi úrslit,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði og markaskorari Þróttar, í 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld.

Íslenski boltinn