Fyrir fram var búist við spennandi leik enda Inter ríkjandi Ítalíumeistari á meðan Atalanta sigraði Evrópudeildina á síðustu leiktíð. Leikur kvöldsins var hins vegar allt annað en spennandi.
Inter komst yfir strax í upphafi þegar Berat Djimsiti varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Á tíundu mínútu leiksins var staðan orðin 2-0 eftir að Nicolo Barella skoraði eftir sendingu frá Benjamin Pavard.
Staðan 2-0 í hálfleik en í þeim síðari bætti Marcus Thuram við tveimur mörkum til viðbótar og staðan orðin 4-0 Inter í vil.
A FOURmidable Inter display 💪 #InterAtalanta pic.twitter.com/kjhhQQSK9q
— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 30, 2024
Reyndust það lokatölur leiksins og Inter tímabundið á toppinn með sjö stig eftir þrjá leiki. Atalanta er á sama tíma með aðeins þrjú stig.