Düsseldorf, sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigri á Hannover 96 í kvöld, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum. Þar segir að Valgeir Lunddal sé 22 ára gamall hægri bakvörður sem gengur til liðs við félagið frá Häcken í Svíþjóð og muni leika í treyju númer 12.
Ekki kemur fram hversu langan samning Valgeir Lunddal skrifar undir í Þýskalandi en talið er að kaupverið sé í kringum 300 þúsund evrur eða um 46 milljónir íslenskra króna.
Nachschlag geht doch immer 🤗
— Fortuna Düsseldorf (@f95) August 30, 2024
Rechtsverteidiger Valgeir Lunddal Friðriksson verstärkt ab sofort die Fortuna.
Der 22-jährige isländische Nationalspieler kommt vom schwedischen Erstligisten BK Häcken & wird die Rückennummer 12 tragen.#f95 | 🔴⚪️ | #DeadlineDay https://t.co/29lBNoUsOa pic.twitter.com/f3PYsh5x8N
Valgeir Lunddal verður annar Íslendingurinn á mála hjá félaginu en Ísak Bergmann Jóhannesson er þar fyrir. Hann var á láni hjá Düsseldorf á síðustu leiktíð en félagið keypti hann svo frá FC Kaupmannahöfn í sumar.
Valgeir Lunddal á að baki 10 A-landsleiki.