Arnar um komandi Evrópuleiki Víkinga: „Mjög spennuþrunginn dráttur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2024 23:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir komandi verkefnum. Vísir/Diego Í dag varð ljóst hvaða liðum Víkingur mætir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeirra bíður ferðalag víða um álfuna. Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn