Arnar um komandi Evrópuleiki Víkinga: „Mjög spennuþrunginn dráttur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2024 23:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir komandi verkefnum. Vísir/Diego Í dag varð ljóst hvaða liðum Víkingur mætir í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þeirra bíður ferðalag víða um álfuna. Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Breytt fyrirkomulag er á Sambandsdeildinni þetta árið líkt og í öðrum keppnum á vegum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Riðlakeppnin er á brott og nú verður spilað í einni stórri deildarkeppni. Það munu hins vegar ekki allir spila við alla heldur mun hvert lið spila sex leiki við sex mismunandi mótherja, einn úr hverjum styrkleikaflokki. Þrír leikjanna fara fram á heimavelli og þrír að heiman. Kári Árnason. yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking, var fulltrúi liðsins á drætti dagsins en tvö fyrrum félög hans bíða Víkinga. Djurgården frá Svíþjóð og Omonia Nicosia frá Kýpur. Víkingur á þrjá heimaleiki í deildarkeppninni. Djurgården er á leið hingað til lands sem og Cercle Brugge frá Belgíu sem og lið Borac frá Bosníu. Útileikirnir eru hins vegar á víð og dreif um Evrópu. Víkingar heimsækja LASK frá Linz í Austurríki, þá fer það einnig suður til Kýpur að spila við fyrrum lið Kára og að lokum er það lið Noah frá Armeníu en Guðmundur Þórarinsson leikur með liðinu í dag. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stórliðin sem þeir vildu í Chelsea eða Fiorentina þá lítur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, á björtu hliðarnar á þessu öllu saman. „Þetta var mjög spennuþrunginn dráttur, tók meir á en að þjálfa leik í Evrópu. Var hrikalega spennandi. Fljótt á litið er þetta nokkuð sexí – ekki nafnalega séð – en sexí að því leyti að við teljum okkur eiga möguleika á að fá einhver stig í þessari keppni. Snýst þetta ekki um það?“ „Að fá Belgana heim í allskonar aðstæðum er bara gaman. Djurgården, liðið hans Kára og LASK er ekki mest sexí liðið úr efst potti en klárlega það lið sem við eigum mesta möguleika á móti úr þeim potti. Held að allir Víkingar geti verið ánægður með þetta,“ sagði Arnar að lokum en viðtalið sem og frétt Stöðvar 2 um dráttinn má sjá hér að ofan. Allir leikir Víkings í Sambandsdeildinni verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira