Íslenski boltinn

KR mun spila í Macron á næstu leik­tíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR og Macron munu leiða saman hesta sína í haust.
KR og Macron munu leiða saman hesta sína í haust. KR

Karla- og kvennalið KR í knattspyrnu munu leika í treyjum frá Macron á næstu leiktíð. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum.

Macron er íþróttavörumerki frá Ítalíu og mun samningur þess við KR taka gildi þegar yfirstandandi leiktíð er lokið en KR leikur í fatnaði frá Nike í dag. Þá segir í yfirlýsingunni að KR Macronvörur fari í sölu í byrjun nóvember og munu allir flokkar félagsins spila í Macron á næsta keppnistímabili. Þá verður keppnistreyja félagsins innifalin í æfingafjöldum yngri flokka.

„Ég er spenntur fyrir samstarfi við Macron. Macron er ört stækkandi merki og væntum við mikils af þeim. Það fer gott orð af Macron, hvort sem er hér innanlands eða utan. Við vitum að þeir munu þjónusta iðkenndur okkar vel sem skiptir okkur höfuðmáli,“ segir Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR.

Karlalið KR situr sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með 21 stig, þremur fyrir ofan fallsæti en þó með leik til góða. Kvennaliðið er í 2. sæti 2. deildar með 39 stigum, tveimur minna en topplið Hauka þegar fjórar umferðir eru eftir af úrslitakeppninni. Efstu tvö liðin fara upp í Lengjudeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×