Fótbolti

Sæ­var Atli kom inn af bekknum í fyrsta sigri Lyng­by

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sævar Atli og félagar eru komnir á blað. Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru hins vegar horfnir á braut.
Sævar Atli og félagar eru komnir á blað. Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru hins vegar horfnir á braut. Lyngby Boldklub

Lyngby er komið á blað í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir sigur á Vejle í kvöld. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum í fyrri hálfleik. Þá voru Íslendingar í eldlínunni á Ítalíu sem og Þýskalandi.

Sævar Atli, sem er eini Íslendingurinn eftir í Lyngby, kom inn af bekknum um miðjan fyrri hálfleik þegar staðan var þegar orðin 1-0 þökk sé marki Jonathan Amon skömmu áður. Það reyndist eina mark leiksins og Lyngby komið með 5 stig að loknum 7 umferðum.

Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn þegar nýliðar Venezia töpuðu 0-1 fyrir Torino í þriðju umferð Serie A á Ítalíu. Venezia er aðeins með eitt stig að loknum þremur leikjum.

Alexandra Jóhannsdóttir kom inn af bekknum þegar 65 mínútur voru liðnar í leik Fiorentina og Napoli. Fór það svo að Alexandra og stöllur unnu 1-0 sigur og tylltu sér á toppi Serie A, kvenna megin, þar sem þetta var fyrsti leikur deildarinnar þetta tímabilið.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Fortuna Düsseldorf á Hannover 96 í þýsku B-deildinni. Ísak Bergmann og félagar eru á toppi deildarinnar með 10 stig að loknum fjórum umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×