Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leik­bann Kudus lengt í fimm leiki

Leikbann Mohammed Kudus, leikmanns West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið lengt í fimm leiki eftir að hann var upprunalega dæmdur í þriggja leikja bann eftir að fá beint rautt spjald í leik gegn Tottenham Hotspur í október.

Enski boltinn
Fréttamynd

Atlético Madríd stal sigrinum í París

Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Vand­ræði Madríd halda á­fram

Franski miðvallarleikmaðurinn Aurélien Tchouaméni verður frá keppni næstu fjórar vikurnar hið minnsta eftir að togna á ökkla. Hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Evrópu- og Spánarmeisturum Real Madríd sem hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur skutu Skytturnar púður­skotum á Ítalíu

Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar.

Fótbolti
Fréttamynd

Glóru­laus Mings kostaði Villa

Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn fyrir síðustu leikina í Þjóðadeildinni. Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í íslenska hópinn en Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA hótar fé­lögunum stórum sektum

Heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta fer fram næsta sumar sem ný 32 liða og 63 leikja keppni. Það er eins gott fyrir félögin að mæta til leiks með alla sína bestu leikmenn því annars mun FIFA refsa þeim harðlega.

Fótbolti