Íslenski boltinn

Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út

Valur Páll Eiríksson skrifar
Daníel Hafsteinsson er sagður hafa slitið samningi sínum við KA og leiti út.
Daníel Hafsteinsson er sagður hafa slitið samningi sínum við KA og leiti út. Vísir/Diego

Fótboltamaðurinn Daníel Hafsteinsson er sagður hafa slitið samningi sínum við KA á Akureyri. Hugurinn leiti út fyrir landssteinana.

Fótbolti.net greinir frá. Daníel hafi nýtt sér riftunarákvæði í samningi sínum við uppeldisfélagið og freisti þess að komast að í atvinnumennsku. Daníel lék með Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en sú dvöl var skammvinn.

Hann sneri heim til Íslands og lék með FH, áður en hann fór heim, norður til KA. Hann varð bikarmeistari með liðinu í sumar.

Í frétt Fótbolti.net er það sagt mögulegt að Daníel semji aftur við KA en hann hafi ákveðið að fara þessa leið til að ýta undir möguleikana á að komast að erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×