Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2024 19:32 Robert Lewandowski skilaði þessum yfir marklínuna. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leiknum lauk með 5-2 sigri gestanna sem hafa nú unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum. Segja má að lið Börsunga trúi að sókn sé besta vörnin en liðið hefur nú skorað 15 mörk í aðeins fjórum Meistaradeildarleikjum. Eftir að tapa 4-2 fyrir Osasuna þann 28. september síðastliðinn hefur Barcelona unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum og í kvöld var engin breyting á. Gestirnir frá Katalóníu komust yfir áður en stundarfjórðungur var liðinn. Raphinha tók þá aukaspyrnu inn á teig sem Iñigo Martínez stangaði í netið. Raphinha var svo nálægt því að tvöfalda forystuna með skoti beint úr hornspyrnu en skotið small í stönginni. Raphinha átti góðan leik eins og svo oft áður á leiktíðinni.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Þegar rétt tæplega hálftími var liðinn tókst Rauðu stjörnunni að jafna metin. Það gerði með Silas með skemmtilegri afgreiðslu eftir að Rade Krunić renndi boltanum í gegnum vörn gestanna. Undir lok fyrri hálfleiks – á markamínútunni frægu (43.) – þá kom markamaskínan Robert Lewandowski gestunum yfir eftir að hann fylgdi á eftir skoti Raphinha sem hafði smollið í stönginni, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Lewandowski skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna. Raphinha sjálfur skoraði svo með glæsilegu skoti örskömmu síðar og staðan orðin 1-4. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka fékk Fermín López boltann inn á teig og renndi honum snyrtilega í hornið fjær, staðan orðin 1-5. Hægri bakvörðurinn Jules Koundé átti stoðsendinguna í öllum mörkum liðsins í síðari hálfleik. Jules Koundé var nokkuð óvænt með stoðsendingaþrennu í kvöld.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en það breytti litlu, lokatölur í Serbíu 2-5 og Barcelona nú með níu stig í 6. sæti að loknum fjórum leikjum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Barcelona gerði góða ferð til Belgrað í Serbíu þegar lærisveinar Hansi Flick sóttu Rauðu stjörnuna heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leiknum lauk með 5-2 sigri gestanna sem hafa nú unnið sjö leiki í röð í öllum keppnum. Segja má að lið Börsunga trúi að sókn sé besta vörnin en liðið hefur nú skorað 15 mörk í aðeins fjórum Meistaradeildarleikjum. Eftir að tapa 4-2 fyrir Osasuna þann 28. september síðastliðinn hefur Barcelona unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum og í kvöld var engin breyting á. Gestirnir frá Katalóníu komust yfir áður en stundarfjórðungur var liðinn. Raphinha tók þá aukaspyrnu inn á teig sem Iñigo Martínez stangaði í netið. Raphinha var svo nálægt því að tvöfalda forystuna með skoti beint úr hornspyrnu en skotið small í stönginni. Raphinha átti góðan leik eins og svo oft áður á leiktíðinni.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Þegar rétt tæplega hálftími var liðinn tókst Rauðu stjörnunni að jafna metin. Það gerði með Silas með skemmtilegri afgreiðslu eftir að Rade Krunić renndi boltanum í gegnum vörn gestanna. Undir lok fyrri hálfleiks – á markamínútunni frægu (43.) – þá kom markamaskínan Robert Lewandowski gestunum yfir eftir að hann fylgdi á eftir skoti Raphinha sem hafði smollið í stönginni, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Lewandowski skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna. Raphinha sjálfur skoraði svo með glæsilegu skoti örskömmu síðar og staðan orðin 1-4. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka fékk Fermín López boltann inn á teig og renndi honum snyrtilega í hornið fjær, staðan orðin 1-5. Hægri bakvörðurinn Jules Koundé átti stoðsendinguna í öllum mörkum liðsins í síðari hálfleik. Jules Koundé var nokkuð óvænt með stoðsendingaþrennu í kvöld.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en það breytti litlu, lokatölur í Serbíu 2-5 og Barcelona nú með níu stig í 6. sæti að loknum fjórum leikjum.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“