The Athletic birtir langa grein um lið FC Noah frá Armeníu. Eflaust voru fæst hér á landi sem vissu nokkuð um tilurð liðsins fyrr en í sumar þegar hinn 32 ára gamli Guðmundur gekk í raðir þess í júlí síðastliðnum.
Félagið var stofnað í Armavir árið 2017 og hét upphaflega FC Artsakh. Aðeins tveimur árum síðar var nafninu breytt og það nafn á sér talsvert lengri sögu enda félagið í dag nefnt í höfuðið á örkinni hans Nóa sem á rætur sínar að rekja til trúarrita sem eru hátt í þúsund ára gömul.
Hvað félagið í dag varðar þá situr það í 4. sæti efstu deildar, tíu stigum á eftir toppliðinu Urartu. Fyrir tímabilið ákvað félagið að sækja fjölda leikmanna í von um að komast þangað sem það er í dag, í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
https://t.co/kVwB2sL8t4 Who are FC Noah? They’re named after biblical tale and are willing to ‘park the ark’ against Chelsea 👇
— Simon Johnson (@SJohnsonSport) November 6, 2024
Ásamt Guðmundi sótti það 15 aðra leikmenn, flesta erlendis frá. Það hefur ekki dugað til að setja gera atlögu að titlinum en liðið er þó komið alla leið í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Vonast liðið til að skrá sig enn frekar í sögubækurnar sem og að vekja athygli á Armeníu og fótboltanum þar í landi með góðum úrslitum á Brúnni í kvöld. Til þess er það tilbúið að „leggja örkinni“ en hvort það dugi verður að koma í ljós.