„Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Arnar Gunnlaugsson var í leikbanni í úrslitaleiknum á móti Breiðabliki og hér sést hann fylgjast með leiknum úr áhorfendastúkunni. Vísir/Anton Brink Víkingar spila í dag sinn fyrsta leik eftir tapið sára í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingar misstu báða bikarana í sumar en tímabilið er ekki búið og Víkingar eru á heimavelli í Sambandsdeildinni í dag. Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“