Besta deild karla

Fréttamynd

Óskar Hrafn: Ekkert grín að koma Valsmönnum í kaðlana

Þjálfari Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson, var að sjálfsögðu ekki ánægður með úrslitin en hann var ánægður með frammistöðuna og var á því að hann væri ekki í þessu til að finna sökudólga. Hans menn töpuðu í fyrsta sinn í sumar fyrir Val 3-2 en úrslitin réðust í uppbótatíma. Blikar lentu 2-0 undir en unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu metin í 2-2. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum með yfirburði í seinni hálfleik“

„Það eru blendnar tilfinningar, vonbrigði að fara bara með eitt stig en samt mjög sáttur við frammistöðuna í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli á móti Fram á nýjum KA velli í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Klara bað Ólaf afsökunar og málið afgreitt

Ólafur H. Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi að Blikar hefðu verið ósáttir við vinnubrögð KSÍ er leikmenn liðsins voru valdir í A-landslið karla í vikunni. Hann átti samtal við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, og allir skildu sáttir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“

Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Í dag er hugur minn bara við þetta starf“

„Ég held það sé rosalega auðvelt að standa hérna og segja nei þegar manni hefur ekki verið boðið eitt né neitt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks um orðróma þess efnis að hann væri að taka við danska úrvalsdeildarliðinu AGF.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guð­jón Pétur og Her­mann ná sáttum

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, og Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, hafa náð sáttum eftir að sauð upp úr á milli þeirra tveggja í leik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta nýverið. Í kjölfarið var Guðjón Pétur settur í vikustraff en hann segir nú málið úr sögunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég er ekkert að fara í Val í dag“

Heimir Hallgrímsson segir „leiðinlegt“ að lesa í fjölmiðlum orðróma þess efnis að hann sé að taka við knattspyrnuliði Vals af nafna sínum Heimi Guðjónssyni. Hann hafi ekki rætt við Val og stefni sjálfur enn á að þjálfa erlendis.

Fótbolti
Fréttamynd

Slapp með skrekkinn: „Hefði ég ekki náð því væri verið að setja mig saman eins og einhverja Legó­­kubba“

„Ég er bara óvenju góður, er bara með smá hausverk og nokkra sauma í andlitinu. Þetta fór betur en á horfðist þar sem ég fékk fréttir eftir myndatökuna að ég væri tvíbrotinn í andliti,“ sagði Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Vals, sem var borinn af velli eftir skelfilegan árekstur í leik gegn Fram á dögunum.

Íslenski boltinn