„Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. ágúst 2023 22:18 Siggi Raggi á hliðarlínunni fyrr í sumar Visir/ Tjörvi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var augljóslega mjög svekktur eftir dramatískt tap gegn HK þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir leik. HK tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútu leiksins og í leiðinni stigin þrjú. „Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
„Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira