Íslenski boltinn

Tvö mörk í tómt mark og tvö stór­kost­leg mörk stelpnanna: Sjáðu mörkin í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnukonur fagna hér marki Sædísar sem skoraði beint úr aukaspyrnu.
Stjörnukonur fagna hér marki Sædísar sem skoraði beint úr aukaspyrnu. S2 Sport

Tveir leikir fóru fram í Bestu deildunum í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin sem voru skoruð í leikjunum tveimur.

Valskonum mistókst að komast aftur á toppinn í Bestu deild kvenna þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna á Hlíðarenda.

Mörk leiksins voru bæði stórglæsilega. Fyrst skoraði Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir með skoti beint úr aukaspyrnu á 35. mínútu og svo jafnaði Valskonan Amanda Jacobsen Andradóttir með frábæru langskoti á 66. mínútu. Þar við sat.

HK vann 3-1 sigur á Keflavík í lokaleik 18. umferðar í Bestu deild karla þar sem Keflvíkingar komust yfir rétt fyrir hlé.

Sindri Þór Guðmundsson kom Keflavík í 1-0 í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Atli Arnarson jafnaði úr vítaspyrnu á 51. mínútu.

HK skoraði síðan tvö mörk í uppbótatíma leiksins og tryggði sér þrjú stig. Fyrst skoraði Arnþór Ari Atlason og svo Eyþór Aron Wöhler.

Tvö mörk í leiknum, mark Sindra Þórs og mark Eyþórs Arons voru skoruð í tómt mark.

Hér fyrir neðan má mörkin úr báðum þessum leikjum.

Klippa: Mörkin úr leik Vals og Stjörnunnar
Klippa: Mörkin úr leik HK og Keflavíkur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×