„Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 11:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, skammast sín fyrir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leik Víkings gegn FH á dögunum. Hann kvíðir því ávallt að sjá nafn sitt í fjölmiðlum eftir slík atvik og segir bílferðina heim eftir leiki, þegar að svona atvik koma upp, vera hörðustu refsinguna. „Það er mjög mikið stress í gangi fyrir leiki, mikið undir og þess háttar. Stundum missir maður stjórn á skapinu og erfitt að útskýra af hverju,“ sagði Arnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður spjörunum úr út í atvik í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Atvik sem varð til þess að Arnar fékk að líta rauða spjaldið. Arnar missti stjórn á skapi sínum í téðum leik um stundarsakir. Hann hreytti ókvæðisorðum í átt að Agli Guðvarði Guðlaugssyni, aðstoðardómara í leiknum og fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið. Hann gerði sig svo líklegan til þess að kasta frá sér stól á leið sinni inn til búningsherbergja en lét það þó vera. Bílferðin heim sé mesta refsingin „Ég byrja hvern einasta leik með ákveðna möntru í huga þess efnis að nú ætli ég að haga mér, nú ætli ég ekki að láta einhverja ákveðnar ákvarðanir fara í taugarnar á mér. Svo bara gerist eitthvað, eitt og eitt atvik í þessum leikjum og ég held að þetta sé svona stressfaktor hjá mér sem lætur eldfjallið gjósa.“ Arnar sættir sig við rauða spjaldið og segir það ekki hörðustu refsinguna þegar að svona atvik koma upp „Mesta refsingin fyrir mig er í rauninni bílferðin heim eftir svona leiki. Ég kvíði svo fyrir því að horfa á þetta í uppgjörsþætti eða lesa um þetta í fjölmiðlum. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og það er ekkert grín. Ég kvíði svo fyrir því að sjá mig hegða mér eins og fáviti en á sama tíma er það bara fín refsing fyrir mig. Á sama tíma hugsa ég líka mikið um greyið dómarana sem þurfa að þola þetta frá okkur.“ Hann telur að allir þjálfarar skammist sín þegar að svona atvik eiga sér stað. „Og á einhverjum tímapunkti þarf að finna jafnvægið á milli þess að sýna tilfinningar og að haga sér ekki eins og algjör bjáni á hliðarlínunni líkt og ég gerði í Kaplakrika á dögunum. Af því að við viljum fá tilfinningar frá þjálfurunum, það er gott sjónvarpsefni.“ Þakklátur Pablo Punyed En er ekki líka gott fyrir leikmenn að hafa ástríðufullan þjálfara á hliðarlínunni? Þjálfara sem er líka í baráttunni. „Jú, en þar skiptir þetta jafnvægi svo miklu máli. Leikmenn vilja ekki að leiðtogi sinn sé að missa kúlið á hliðarlínunni. Akkúrat í þessu atviki í leik okkar í Kaplakrika á dögunum kemur einn af mínum reynslumestu leikmönnum, Pablo Punyed, til mín og hann í rauninni róaði mig bara niður og gerði mér það ljóst að mínir leikmenn hefðu fullkomna stjórn á hlutunum, væru alveg með þetta. Það var ótrúlega flott hjá Pablo að gera þetta. Pablo Punyed, leikmaður Víkings ReykjavíkurVísir/Hulda Margrét „Á fundi með leikmönnum fyrir þennan tiltekna leik lagði ég mikla áherslu á að við hefðum stjórn á öllum hlutum, það var held ég ein glæra á fundinum eingöngu um það en svo fór sem fór,“ sagði Arnar hlæjandi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
„Það er mjög mikið stress í gangi fyrir leiki, mikið undir og þess háttar. Stundum missir maður stjórn á skapinu og erfitt að útskýra af hverju,“ sagði Arnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður spjörunum úr út í atvik í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Atvik sem varð til þess að Arnar fékk að líta rauða spjaldið. Arnar missti stjórn á skapi sínum í téðum leik um stundarsakir. Hann hreytti ókvæðisorðum í átt að Agli Guðvarði Guðlaugssyni, aðstoðardómara í leiknum og fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið. Hann gerði sig svo líklegan til þess að kasta frá sér stól á leið sinni inn til búningsherbergja en lét það þó vera. Bílferðin heim sé mesta refsingin „Ég byrja hvern einasta leik með ákveðna möntru í huga þess efnis að nú ætli ég að haga mér, nú ætli ég ekki að láta einhverja ákveðnar ákvarðanir fara í taugarnar á mér. Svo bara gerist eitthvað, eitt og eitt atvik í þessum leikjum og ég held að þetta sé svona stressfaktor hjá mér sem lætur eldfjallið gjósa.“ Arnar sættir sig við rauða spjaldið og segir það ekki hörðustu refsinguna þegar að svona atvik koma upp „Mesta refsingin fyrir mig er í rauninni bílferðin heim eftir svona leiki. Ég kvíði svo fyrir því að horfa á þetta í uppgjörsþætti eða lesa um þetta í fjölmiðlum. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og það er ekkert grín. Ég kvíði svo fyrir því að sjá mig hegða mér eins og fáviti en á sama tíma er það bara fín refsing fyrir mig. Á sama tíma hugsa ég líka mikið um greyið dómarana sem þurfa að þola þetta frá okkur.“ Hann telur að allir þjálfarar skammist sín þegar að svona atvik eiga sér stað. „Og á einhverjum tímapunkti þarf að finna jafnvægið á milli þess að sýna tilfinningar og að haga sér ekki eins og algjör bjáni á hliðarlínunni líkt og ég gerði í Kaplakrika á dögunum. Af því að við viljum fá tilfinningar frá þjálfurunum, það er gott sjónvarpsefni.“ Þakklátur Pablo Punyed En er ekki líka gott fyrir leikmenn að hafa ástríðufullan þjálfara á hliðarlínunni? Þjálfara sem er líka í baráttunni. „Jú, en þar skiptir þetta jafnvægi svo miklu máli. Leikmenn vilja ekki að leiðtogi sinn sé að missa kúlið á hliðarlínunni. Akkúrat í þessu atviki í leik okkar í Kaplakrika á dögunum kemur einn af mínum reynslumestu leikmönnum, Pablo Punyed, til mín og hann í rauninni róaði mig bara niður og gerði mér það ljóst að mínir leikmenn hefðu fullkomna stjórn á hlutunum, væru alveg með þetta. Það var ótrúlega flott hjá Pablo að gera þetta. Pablo Punyed, leikmaður Víkings ReykjavíkurVísir/Hulda Margrét „Á fundi með leikmönnum fyrir þennan tiltekna leik lagði ég mikla áherslu á að við hefðum stjórn á öllum hlutum, það var held ég ein glæra á fundinum eingöngu um það en svo fór sem fór,“ sagði Arnar hlæjandi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04