Haukar

Fréttamynd

Maté: Sviðið var bara of stórt í dag og við erum að venjast því

Þjálfari Hauka Maté Dalmay var mjög svekktur með sína menn í kvöld og sagði að það þurfti framlag frá mikið fleiri mönnum ef þeir eiga að eiga séns í stóru liðin í deildinni. Haukar töpuðu fyrir Val 77-87 í fjórðu umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Þetta var fyrsta tap Hauka í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Rekinn vegna skilaboða til stúlkna: „Þetta var ekkert dónalegt“

„Það var óviðeigandi að senda skilaboð en skilaboðin sem slík voru ekki klámfengin eða nokkuð slíkt,“ segir Árni Eggert Harðarson, körfuboltaþjálfari. Hann hefur verið rekinn úr starfi hjá körfuknattleiksdeild Hauka og mun ekki starfa meira fyrir KKÍ, vegna skilaboða til unglingsstúlkna.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vona að körfu­bolta­sam­fé­lagið sé ein­huga um að svona fá­rán­leiki fái ekki að ráða för“

Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur á Spáni

Guðmundur Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrverandi formaður golfklúbbsins Keilis, er látinn 76 ára. Guðmundur Friðrik varð bráðkvaddur í golfferð á Spáni í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og 1-0 sigur í fótbolta“

Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var kátur eftir sigur nýliðanna á Þór Þ. í kvöld, 90-84. Honum fannst sínir menn verða full ragir í seinni hálfleik eftir frábæran sóknarleik í þeim fyrri.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 98-92 | Haukar höfðu betur í einvígi nýliðanna

Það var himinn og haf milli fyrri og seinni hálfleiks Hauka. Höttur spilaði frábærlega í fyrri hálfleik þar sem hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru fór ofan í og voru gestirnir níu stigum yfir í hálfleik.Haukar keyrðu yfir Hött í þriðja leikhluta. Gestirnir komu til baka í fjórða leikhluta en það dugði ekki til og Haukar fögnuðu sex stiga sigri 98-92. 

Körfubolti