Körfubolti

Haukar fá íslenskan unglingalandsliðsmann frá Texas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugi Hallgrímsson í leik með Stjörnunni tímabilið 2020-21.
Hugi Hallgrímsson í leik með Stjörnunni tímabilið 2020-21. Vísir/Bára

Ungir leikmenn blómstruðu í Haukaliðinu í Subway deild karla í körfubolta á síðustu leiktíð og nú fær Maté Dalmay annan ungan leikmanna til að vinna með.

Körfuknattleiksdeild Hauka og Hugi Hallgrímsson hafa komist að samkomulagi um að Hugi spili með Hafnarfjarðarliðinu næstu tvö árin.

Hugi er 201 sentimetra framherji og hefur lengi verið í hópi efnilegri körfuboltamanna landsins.

Hugi er uppalinn hjá Vestra á Ísafirði og spilaði með þeim í Subway deildinni tímabilið 2021-2022. Þar var hann með um fjögur stig í leik og tæp þrjú fráköst. Þá var hann í liði Stjörnunnar tímabilið 2020-2021. Þá hefur hann verið í öllum yngri landsliðum Íslands en hann er nýlega orðinn 21 árs.

Í vetur spilaði Hugi með Angelina Collage í Texas en tók ákvörðun um að koma aftur til Íslands og spila hér á landi.

Í vetur var Hugi með 6,4 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik í háskólaboltanum en var bara að fá að spila 11,2 mínútur að meðaltali í leik. Hann var að skora 22,8 stig og taka 10,5 fráköst á hverjar fjörutíu mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×