Körfubolti

Maté Dal­may í Ólafs­sal næstu fimm árin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Maté Dalmay hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum.
Maté Dalmay hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum. Vísir/Hulda Margrét

Maté Dalmay hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Hauka. Samningurinn er til næstu fimm ára. Haukar greindu frá þessu fyrr í kvöld.

Maté tók við Haukum fyrir tímabilið 2021-2022 þegar liðið var í 1. deildinni. Undir hans stjórn fór liðið upp í Subway-deildina á fyrsta ári. Þar endaði það í 3. sæti en féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap í oddaleik gegn Þór Þorlákshöfn.

„Við höfum verið að taka stór skref framávið sem félag á síðustu tveimur árum og ég er fullur tilhlökkunar að halda þeirri vegferð áfram. Það er skýr stefna í gangi hérna og ég er mjög spenntur fyrir því að vera nær unglingastarfinu og byggja upp afreksmenn framtíðarinnar,“ sagði Maté eftir undirskriftina.

Ásamt því að þjálfa meistaraflokk karla mun Maté vera yfirþjálfari yngri flokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×