„Markverðirnir okkar voru ekki með“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2023 21:16 Rúnar Kárason sækir að marki Hauka í leiknum í kvöld, fyrir framan stappfullt hús af fólki. Hann segir Eyjamenn þurfa að finna betra sjálfstraust fyrir miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Rúnar Kárason segir sjálfstraust, eða öllu heldur skort á því, vera það sem hafi orðið ÍBV að falli og valdið því að Haukar séu nú búnir að jafna einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“ Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira