Ein besta handboltakona Íslands hætti í handbolta í hálft ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 10:01 Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með Haukum í vetur og enn betri í úrslitakeppninni heldur en í deildarkeppninni. Vísir/Hulda Margrét Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn í kvennahandboltanum í vetur eftir frábæra frammistöðu með Haukum í Olís deild kvenna, fyrst í deildinni en síðan enn frekar í úrslitakeppninni þar sem hið unga lið Hauka kom mjög á óvart. Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira