Ein besta handboltakona Íslands hætti í handbolta í hálft ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 10:01 Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með Haukum í vetur og enn betri í úrslitakeppninni heldur en í deildarkeppninni. Vísir/Hulda Margrét Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn í kvennahandboltanum í vetur eftir frábæra frammistöðu með Haukum í Olís deild kvenna, fyrst í deildinni en síðan enn frekar í úrslitakeppninni þar sem hið unga lið Hauka kom mjög á óvart. Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira