Kári: Bærinn er allur á bakvið okkur Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 17:51 Kári Kristján Kristjánsson er spenntur fyrir oddaleik kvöldsins. Vísir Kári Kristján Kristjánsson segir eftirvæntingu ríkja hjá Eyjamönnum fyrir leikinn gegn Hakum nú á eftir. Rétt rúm klukkustund er í að flautað verði til leiks í oddaleik ÍBV og Hauka í Olís-deild karla í handknattleik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst núna klukkan 18:00. Einar Kárason blaðamaður Vísis í Vestmannaeyjum hitti Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV að máli á bryggjunni við Vestmannaeyjahöfn í dag. Kári segir eftirvæntingu ríkja á Heimaey. „Ég verð að viðurkenna að ég er drulluspenntur. Það er geggjað veður og fólkið klárt. Það er eftirvænting, ég segi ekki annað.“ Kári á von á hasar í leiknum í kvöld. „2-2 í einvíginu. við tökum fyrstu tvo leikina, flott hjá okkur. Þriðji leikurinn er vesen og í fjórða leiknum eru þeir bara miklu betri. Svo er fimmti leikurinn í kvöld og ég held að hann verði pínu sérstakur. Hár púls, allar klisjurnar í bókinni og ÍBV verður Íslandsmeistari,“ sagði Kári kokhraustur að vanda. Eyjamenn komust í 2-0 í einvíginu og þeir voru ekki margir sem bjuggust við þessari endurkomu Hauka sem unnu leik fjögur sannfærandi að Ásvöllum á mánudaginn. Kári er þó ekki á því að pressan sé á ÍBV. „Ég myndi nú eiginlega bara frekar spegla það. Vindurinn er svolítið í bakið á þeim með tvo í röð. Mér finnst við vera meira afslappaðri. Við vorum frekar trekktir í leiknum í fyrradag en ég held að lykillinn sé að finna gott spennustig.“ Hann segir ekkert óeðlilegt að fólk setji pressu á lið Eyjamanna. „Auðvitað finnur maður kitl í maganum, við vitum að þetta er leikur fimm og það verða allir að horfa. Bærinn er allur á bakvið okkur, húsið verður fullt og það er önnur helgi framundan þar sem við ætlum að skapa svolítið góða stemmningu. Sjómannadagurinn um helgina og við ætlum að taka það á lofti.“ Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Kára Kristján Kristjánsson Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Rétt rúm klukkustund er í að flautað verði til leiks í oddaleik ÍBV og Hauka í Olís-deild karla í handknattleik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst núna klukkan 18:00. Einar Kárason blaðamaður Vísis í Vestmannaeyjum hitti Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV að máli á bryggjunni við Vestmannaeyjahöfn í dag. Kári segir eftirvæntingu ríkja á Heimaey. „Ég verð að viðurkenna að ég er drulluspenntur. Það er geggjað veður og fólkið klárt. Það er eftirvænting, ég segi ekki annað.“ Kári á von á hasar í leiknum í kvöld. „2-2 í einvíginu. við tökum fyrstu tvo leikina, flott hjá okkur. Þriðji leikurinn er vesen og í fjórða leiknum eru þeir bara miklu betri. Svo er fimmti leikurinn í kvöld og ég held að hann verði pínu sérstakur. Hár púls, allar klisjurnar í bókinni og ÍBV verður Íslandsmeistari,“ sagði Kári kokhraustur að vanda. Eyjamenn komust í 2-0 í einvíginu og þeir voru ekki margir sem bjuggust við þessari endurkomu Hauka sem unnu leik fjögur sannfærandi að Ásvöllum á mánudaginn. Kári er þó ekki á því að pressan sé á ÍBV. „Ég myndi nú eiginlega bara frekar spegla það. Vindurinn er svolítið í bakið á þeim með tvo í röð. Mér finnst við vera meira afslappaðri. Við vorum frekar trekktir í leiknum í fyrradag en ég held að lykillinn sé að finna gott spennustig.“ Hann segir ekkert óeðlilegt að fólk setji pressu á lið Eyjamanna. „Auðvitað finnur maður kitl í maganum, við vitum að þetta er leikur fimm og það verða allir að horfa. Bærinn er allur á bakvið okkur, húsið verður fullt og það er önnur helgi framundan þar sem við ætlum að skapa svolítið góða stemmningu. Sjómannadagurinn um helgina og við ætlum að taka það á lofti.“ Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Kára Kristján Kristjánsson Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira