Haukar

Fréttamynd

Fjögurra mínútna þrenna er Haukar völtuðu yfir KH

Fimm leikir fóru fram í Mjölkurbikar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Haukar unnu öruggan 5-1 sigur gegn KH og þær Birgitta Hallgrímsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoruðu þrennur fyrir sín lið er Grótta vann góðan sigur gegn ÍA og Fylkir lagði ÍH.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“

Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það er hel­vítis sam­heldni í okkur núna“

„Ég er ekkert eðlilega kátur og stoltur,“ sagði afar ánægður Maté Dalmay eftir glæsilegan sigur Hauka á Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í Ólafssal í kvöld. Liðið var án tveggja mikilvægra pósta í þeim Norbertas Giga og Darwin Davis Jr. Sigurinn þýðir að Haukar eru komnir 2-1 yfir í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 93-77 | Haukar sýndu klærnar

Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77.Valur leiðir einvígið 2-1. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“

Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. 

Sport