Handbolti

Guttarnir markahæstir og sá nýi bestur þegar Haukar unnu Hafnarfjarðarmótið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er að setja saman nýtt lið hjá Haukunum.
Ásgeir Örn Hallgrímsson er að setja saman nýtt lið hjá Haukunum. Vísir/Pawel

Haukar fögnuðu fyrsta bikar sínum á leiktíðinni eftir að hafa unnið alla þrjá leiki sína á hinu árlega Hafnarfjarðarmóti.

Haukar enduðu á því að vinna þriggja marka sigur á nágrönnum sínum í FH í lokaleiknum, 31-28.

Haukar unnu Stjörnuna með tíu mörkum (30-29) og ÍBV með átta mörkum (29-21).

Stjarnan vann tvo af þremur leikjum sínum og tók annað sætið. Tandri Már Konráðsson tryggði Stjörnunni eins marks sigur á Íslandsmeisturum FH fyrr í mótinu. Eyjamenn töpuðu öllum leikjum sínum og ráku lestina.

Hergeir Grímsson, sem kom til Hauka frá Stjörnunni í sumar, stýrði leik Haukaliðsins af röggsemi og var valinn besti maður mótsins.

Markahæstu leikmenn Hauka á mótinu voru hins vegar tveir ungir strákar. Hinn tvítugi Andri Fannar Elísson skoraði sextán mörk og hinn nítján ára gamli Birkir Snær Steinsson var með fjórtán mörk.

Báðir spila þeir hægra megin á vellinum, Birkir Snær í hægri skyttu en Andri Fannar í hægra horni.

Hergeir Grímsson skoraði þrettán mörk alveg eins og línumaðurinn Þráinn Orri Jónsson sem lítur vel út í upphafi tímabilsins.

Ásgeir Örn Hallgrímsson er greinilega að yngja upp í liðinu sínu og það verður fróðlegt að sjá hvað Haukarnir gera í handboltanum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×