Valur

Fréttamynd

Það er þetta mark sem skilur á milli

Íslandsmeistarar Vals töpuðu óvænt fyrir botnliði ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Valur varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk en varnarleikur liðsins í síðara marki ÍA var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Agla María og Áslaug Munda gera útslagið“

„Maður hefur varla vitað við hverju mátti búast í neinum leik í sumar en ég held að þetta verði töluvert eðlilegri fótboltaleikur en síðasta viðureign þessara liða,“ segir Mist Rúnarsdóttir um stórleik Breiðabliks og Vals í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslensk fótboltalið á vergangi ef þeim gengur vel

„Það er ljóst að ástandið er alvarlegt,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um þá staðreynd að ef að íslenskum fótboltaliðum vegnar vel í alþjóðlegri keppni hafa þau engan stað til að spila á í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Yfir 130 milljónir í húfi fyrir íslenskan fótbolta í kvöld og Valur fær 120

FH, Breiðablik og Stjarnan eiga öll möguleika á að komast áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag. Fyrir hvert félag er 300.000 evru vinningsfé, eða tæpar 44 milljónir króna, í húfi eða samtals rúmar 130 milljónir. Íslandsmeistarar Vals hafa svo þegar tryggt sér 120 milljónir króna vegna Evrópuleikja í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Endurheimta EM-kappa og forðast íslensku miðnætursólina

Damir Krznar, þjálfari Dinamo Zagreb, segir sína menn hafa klúðrað tækifærinu til að slá Val auðveldlega út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Erfitt verkefni sé nú fyrir höndum en til að leysa það hefur Krznar fengið inn fjóra leikmenn af nýafstöðnu Evrópumóti.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna

Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum

Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ævintýri fyrir okkur fjölskylduna“

Anton Rúnarsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í handbolta, er á leið í atvinnumennsku þrátt fyrir að vera 33 ára gamall. Hann segist líkast til hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu mörk Valsmanna gegn FH

Valur vann í gærkvöld sterkan 2-0 sigur á FH í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem fyrrum félagarnir Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson leiddu saman hesta sína. Valur er eftir sigurinn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn