Helena Ósk í stuði er Blikakonur unnu þær tékknesku | Fer Valur í umspil? Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:56 Byrjunarlið Breiðabliks í sigrinum á Slovacko. Twitter/Blikar.is Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði öll þrjú mörk Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Slovacko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi í morgun. Um er að ræða síðari leik Kópavogsliðsins í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Tap fyrir Rosenborg í miðri viku gerði út um vonir Kópavogskvenna um áframhald í keppninni. Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Blikakonur taka þátt í fyrsta stigi í forkeppni Meistaradeildarinnar en þar eru fjögur lið dregin saman, þau spila til undanúrslita og úrslita, og aðeins eitt lið af fjórum kemst áfram. Þar sem Breiðablik lenti í öðru sæti í Bestu deild kvenna í fyrra eru þær í deildarhluta forkeppninnar, í stað meistarahlutans, en í meistarahlutanum eru Íslandsmeistarar Vals sem geta komist áfram er þær spila síðar í dag. Breiðablik mætir því öðrum liðum sem ekki urðu meistarar í sínu landi, en úr sterkari deildum sem hafa fleira en eitt Evrópusæti, þar á meðal Rosenborg sem vann leik liðanna 4-2 í Þrándheimi á fimmtudag og Blikakonur úr leik. Slovacko tapaði 2-1 fyrir Minsk í Þrándheimi sama dag og því ljóst að Blikar og Slovacko færu ekki lengra í keppninni en liðin spila málamyndaleik um þriðja sæti riðilsins. Sigurinn ekki til einskis þó liðið sé úr leik Breiðablik vann leik dagsins 3-0 þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði fyrsta mark Blikakvenna á 44. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þannig stóð raunar allt fram á 79. mínútu þegar Helena skoraði sitt annað mark og þá fullkomnaði hún þrennu sína og innsiglaði 3-0 sigur Breiðabliks tveimur mínútum síðar. Sigurinn er þó ekki til einskis því Blikakonur vinna sér og Íslandi inn stig á styrkleikalista UEFA. Ísland á því betri möguleika á að halda í Evrópusætin sín tvö, en í ár eru tvö íslensk lið að taka þátt í Meistaradeildinni annað árið í röð. Svo hafði áður ekki verið frá árinu 2011, þegar bæði Valur og Þór/KA kepptu fyrir Íslands hönd. Valskonur vilja feta í fótspor Blikakvenna Valskonur eru staddar í Beltinci í Slóveníu þar sem þær spila úrslitaleik við Shelbourne frá Írlandi um sæti í umspili um sæti í riðlakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Valur vann 2-0 sigur á Armeníumeisturum Hayasa í miðri viku á meðan írsku meistararnir í Shelbourne unnu heimakonur í Pomruje. Valur vill eflaust leika eftir afrek Blikakvenna frá því í fyrra en þá komust þær áfram í meistarahluta forkeppninnar og slógu svo Osijek frá Króatíu út í umspilinu til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar fengu leikmenn Breiðabliks að máta sig við marga af bestu leikmönnum heims er þær drógust í riðil með bæði Paris Saint-Germain og Real Madrid.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira