Tryggvi Hrafn: „Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu“ Sverrir Mar Smárason skrifar 14. ágúst 2022 21:40 Tryggvi Hrafn var frábær í leiknum í kvöld. Hér leggur hann upp þriðja mark Vals á Patrick Pedersen. Visir/ Diego Valsmenn unnu frábæran 6-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild Karla á Hlíðarenda í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson var ásamt öðrum sóknarmönnum Vals magnaður í leiknum. „Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Sjá meira
„Tilfinningin er drullu góð. Það er alltaf gott að vinna og mér fannst við skulda sjálfum okkur og öllum í kringum klúbbinn þægilegan sigur. Það er búinn að vera einn svoleiðis í sumar þannig ég er bara mjög sáttur með þetta,“ sagði Tryggvi Hrafn. Tryggvi Hrafn byrjaði á því að leggja upp tvö mörk á félaga sína áður en hann svo skoraði tvö sjálfur. Meðal annars eitt úr frábærri aukaspyrnu. Hann virkaði með meira sjálfstraust en áður. „Sama og áðan. Mér fannst ég skulda sjálfum mér, liðsfélögum og fólkinu frammistöðu og það svona datt einhvern vegin í dag. Ég er sáttur með fjóra framlagspunkta í dag,“ sagði Tryggvi. Valsmenn lentu undir 0-1 áður en þeir tóku yfir leikinn og héldu sýningu á Hlíðarenda. Þá sérstaklega Tryggvi, Patrick Pedersen og Aron Jóhansson. „Mest lítið hægt að segja. Við ákváðum fyrir leik að sama hvað gerist hvort sem þeir komast yfir eða við komumst yfir þá höldum við áfram. Við gerðum það bara í dag og erum drullu sáttir með sex mörk. Það er óhætt að segja að okkur líði vel saman inná vellinum. Við erum búnir að vera að spila okkur saman. Á tímabilinu eru þeir báðir búnir að vera frá þannig að sóknarlínan er búin að vera smá „mixuð“. Í síðustu leikjum hefur þetta haldist eins og það hjálpar að spila alltaf með sömu mönnum. Þetta small í dag,“ sagði Tryggvi Hrafn. Eftir þrjá sigurleiki í röð lítur staðan í töflunni töluvert betur út hjá Val. Þeir gætu mögulega gert atlögu að toppbaráttunni. Evrópubaráttu í það minnsta. „Við vorum bara komnir í þannig stöðu að við þurftum að fara að vinna leiki og klifra upp töfluna. Við höldum bara áfram og byrjum á næsta leik. Ætlum bara að vinna hann,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Sjá meira
Í beinni: Valur-Stjarnan | Sex stiga leikur á Hlíðarenda Valur og Stjarnan mætast í hörkuleik í 17. umferð Bestu deildar karla að Hlíðarenda klukkan 19:15. Aðeins eitt stig skilur liðin að í töflunni. 14. ágúst 2022 21:00