50 ár frá fyrsta sparkinu á Íslandsmóti kvenna Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 13:00 Fyrstu Íslandsmeistarar kvenna, lið FH frá 1972, ásamt Alberti Guðmundssyni (t.h.) sem beitti sér hvað helst fyrir því að Íslandsmótið skildi stofnað. KSÍ/Helgi Dan Fyrsta Íslandsmót kvenna í fótbolta hófst á þessum degi fyrir sléttum 50 árum, þann 26. ágúst 1972. Breiðablik og Fram komu fyrsta mótinu af stað. Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is. Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti