Valur

Fréttamynd

Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. Þetta var fjórði stóri titilinn sem Valur vinnur undir stjórn Snorra og sá þriðji á síðustu níu mánuðum. Þeir hafa allir unnist á Ásvöllum.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst Þór Jóhannsson: Við áttum þennan sigur skilið

Valur er bikarmeistari kvenna í Coca Cola bikarnum eftir sex marka sigur á Fram. Jafnræði var stærstan hluta leiks en Valskonur náðu góðu forskoti rétt undir lok leiks og sigruðu að lokum 25-19. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum virkilega ánægður með titillinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Að deyja úr spenningi“ en í hefndarhug

„Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og þeir draga fram það besta hjá öllum,“ segir Morgan Marie Þorkelsdóttir, leikmaður Vals, fyrir undanúrslitaleikinn við ÍBV í dag í Coca Cola-bikarnum í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Í draumaheimi myndi það gerast“

Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, vonar að veðrið trufli ekki þá Eyjamenn sem ætla upp á land til að styðja við Eyjakonur í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt

Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk tæp­lega eina og hálfa milljón í sekt því dómarinn mis­skildi hann

Aron Jóhannesson, framherji Vals, mætti í hlaðvarps- og spjallþáttinn Chess After Dark á dögunum. Framherjinn ræddi atvinnumannaferil sinn ásamt mörgu öðru. Þar kom í ljós að hæsta sekt sem hann hefur þurft að greiða fyrir atvik á knattspyrnuvellinum hljóðaði upp á 10 þúsund pund eða 1,4 milljón íslenskra króna, á núverandi gengi.

Fótbolti