Foreldrar æfir yfir hækkunum en íþróttafélögin segjast þurfa meira til Bjarki Sigurðsson skrifar 11. febrúar 2023 07:01 Börn á æfingu við Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Fjöldi foreldra hefur kvartað yfir miklum hækkunum á æfingagjöldum íþróttafélaga Reykjavíkur, þá sérstaklega í kjölfar hækkunar á frístundastyrk borgarinnar. Þjálfarar og forsvarsmenn íþróttafélaga segja æfingagjöldin enn of lág og það þurfi að hækka þau meira ef þau eigi ein og sér að dekka kostnað starfsins. Um áramótin hækkaði frístundastyrkur Reykjavíkurborgar til barna og ungmenna í borginni um fimmtíu prósent, úr fimmtíu þúsund krónum á ári í 75 þúsund krónur á ári. Áður en hækkunin var framkvæmd var varað við því að íþróttafélögin gætu hækkað æfingagjöld í takt við hækkun styrksins og að það myndi vega gegn tilgangi hans. Markmið styrksins er að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum og þá lækka kostnað fjölskyldna. Líkt og Vísir fjallaði um í vikunni þá ræddi menningar-, íþrótta og tómstundaráð borgarinnar um hækkunina á síðasta fundi sínum. Þar voru gerðar alvarlegar athugasemdir við hækkanir hjá ákveðnum ónefndum deildum innan ákveðinna ónefndra íþróttafélaga sem höfðu verið umfram verðbólgu. „Mikilvægt er að íþróttafélögin, Íþróttabandalag Reykjavíkur og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang frístundastyrksins sem mikilvægri forsendu fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni en ekki sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum,“ segir í bókun ráðsins. Í kjölfar fréttarinnar fékk fréttastofa fjölda ábendinga frá foreldrum sem þóttu æfingagjöld barna sinna vera orðin grunsamlega há. Þá athugaði fréttastofa með hækkanir félaga í Reykjavík síðastliðin tvö ár. Einungis voru skoðuð æfingagjöld í fimmta flokki í knattspyrnu. Sum félög rukka sér gjald fyrir hverja önn en önnur rukka einu sinni á ári. Þá er mismunandi hvort greitt sé við upphaf árs eða upphaf tímabils í september. Valur: Tímabilið 2021-22: 118.400 Tímabilið 2022-23: 130.500 (10,2 prósent hækkun) Þróttur: Tímabilið 2021-22: 104.000 Tímabilið 2022-23: 121.667 (17 prósent hækkun) KR: Árið 2022: 107.000 2023: 130.000 (21,5 prósent hækkun) Leiknir: Tímabilið 2022-23 100.000 (Dominos greiðir afgang eftir nýtingu styrksins) Fylkir: Tímabilið 2021-2022: 129.000 Tímabilið 2022-2023 139.000 (7,8 prósent hækkun) Fjölnir: Tímabilið 2021-2022: 108.800 Tímabilið 2022-2023: 120.000 (10,3 prósent hækkun) Fram: Árið 2021: 103.500 Árið 2022: 109.000 Árið 2023: 119.000 (5,3 prósent og 9,2 prósent hækkun) Víkingur: Tímabilið 2021-22: 104.800 Tímabilið 2022-2023: 121.400 (15,8 prósent hækkun) ÍR: Árið 2021: 112.000 2022: 123.500 2023: 135.500 (10,2 prósent og 9,7 prósent hækkun) Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur ekki undir höndunum gögn um æfingafjölda, þjálfarafjölda, vinnustunda eða fleira í kringum starf flokksins eða hvaða þjónusta er innifalin í æfingagjöldunum. Einhver félög eru með innifalinn búningakostnað, ferðakostnað og fleira. Æfingagjöld eru hæst fyrir fimmta flokk í knattspyrnu hjá Fylki í Árbænum. Vísir/Vilhelm Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, mætti í Reykjavík síðdegis í vikunni og ræddi bókun ráðsins. Þar sagði hann meðlimi ráðsins hafa fengið fjölda ábendinga um mjög miklar hækkanir æfingagjalda í kjölfar hækkunar styrksins. Hækkanir sem væru langt umfram verðbólgu. „Við höfum fullan skilning á því að stór hluti af æfingagjöldunum rennur í laun. Langstærsti hlutinn fer í laun þjálfara og þeirra sem eru að halda utan um viðkomandi tíma. Þannig það er alveg samhengi þarna á milli og það er ekki sanngjarnt að segja að allar hækkanir séu forkastanlegar í tíu prósent verðbólgu en allt umfram verðbólguna er ekki ásættanlegt að okkar mati,“ sagði Skúli Viðtalið við Skúla má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hækkanir á æfingagjöldum grafa undan forsendum frístundastyrks Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, mætti í Reykjavík síðdegis á fimmtudaginn og sagði að þrátt fyrir hækkun gjalda sé það ekki nóg til að dekka allan launakostnað þjálfara í starfinu. Enn sé það á ábyrgð foreldra að sinna sjálfboðaliðastörfum og vinna að fjáröflunum til að dekka umfram kostnað. „Stjórnir barna og unglingaráðanna eru skipuð af foreldrunum. Þær gera rekstraráætlanir og tillögur að æfingagjöldum fyrir komandi tímabil. Æfingagjöld ein og saman standa undir kannski 80 prósent af kostnaði við rekstur barna og unglingaráðs Víkings. Síðan koma ýmsar fjáraflanir eins og þorrablót, dósasafnanir, jólatrjáafarganir og halda stór mót. Allt í sjálfboðavinnu til þess að lækka æfingagjöld í félaginu. Fyrir hina foreldrana sem margir hverjir leggja kannski aldrei hönd á vogarskálina,“ sagði Haraldur. Viðtalið við Harald má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Borgin getur ekki staðið öðrum megin og öskrað og skilið okkur eftir í skítnum hinum megin Hann segist hafa rætt við Skúla Helgason og Ingvar Sverrisson hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur um ástandið. Eftir þau samtöl segist Haraldur ansi ósáttur með hvernig málin voru lögð fram fyrir ráðið. „Í gegnum þau samtöl kemur í ljós að það eru tvær til þrjár hækkanir hjá einhverri deild hjá einhverju félagi sem eru ansi ríflegar að mér skilst. En ég er ósáttur með að það sé verið að henda allri íþróttahreyfingunni í Reykjavík undir þessa rútu núna,“ segir Haraldur. Hann bendir á að Reykjavík sé með hæsta frístundastyrkinn og að það sé ódýrast fyrir börn að æfa í Reykjavík, fyrir utan í Garðabæ, en þar segir Haraldur bæjarfélagið greiða talsvert meiri peninga inn í félagið en Reykjavík gerir. Börn í Reykjavík greiða ekki há æfingagjöld að söfn Haralds.Vísir/Vilhelm Sé ódýrt starf fyrir Reykjavíkurborg „Það finnst mér mjög óeðlilegt að æfingagjöld standi ekki undir öllum þjálfarakostnaði. Að það séu ekki foreldrar í sjálfboðavinnu að safna fyrir tuttugu prósent af rekstri sem geta verið þrjátíu milljónir. En þetta er krafturinn í íþróttahreyfingunni. Þetta barna- og unglingastarf sem stundað er í öllum hverfum borgarinnar er gríðarlega ódýrt starf fyrir Reykjavíkurborg,“ segir Haraldur. Íþróttafélög eru með rekstrarsamning við Reykjavíkurborg sem, að sögn Haralds, borgin neitar að verðtryggja að fullu. Nú um áramótin hækkaði bara launakostnaður Víkings um 6,5 milljónir en hækkunin sem gerð var á æfingagjöldum skilar einungis 3,5 milljónum í kassann. Þá á eftir að mæta öllum hækkunum síðasta árs í tæplega tíu prósent verðbólgu. „Ég á eftir að fjármagna allar hækkanir sem eru framundan. Borgin getur ekki staðið öðrum megin og öskrað og skilið okkur eftir í skítnum hinum megin,“ segir Haraldur. Börn á æfingu í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Rætt hefur verið opinberlega síðustu vikur, þá sérstaklega í hlaðvarpinu Dr. Football, um hvað laun þjálfara í yngri flokkum eru lág. Ísak Máni Wium, yfirþjálfari yngri flokka í körfubolta hjá ÍR, birti Facebook-færslu um málið fyrr vikunni þar sem hann benti einmitt á hvernig æfingagjöldum er ráðstafað innan íþróttafélaga. Í fyrra þjálfaði hann sextán til sautján ára drengi en æfingagjöld fyrir árið hjá þeim eru 102.500 krónur. Eftir að frístundastyrkurinn er nýttur standa eftir 27.500 krónur sem foreldrar greiða. Séu átján drengir að æfa er innkoma æfingagjalda 1.845.000 krónur. Kostnaður við þátttöku á Íslandsmóti, bikarmóti og við ráðningu dómara er um 440 þúsund krónur. Þá eru 1,4 milljón eftir sem hægt er að nota í þjálfaragjöld, 140 þúsund krónur á mánuði sé miðað við tíu mánaða æfingatímabil. Þann pening yrði þó einnig að nota í laun yfirþjálfara, boltakaup og fleira. „Auðvitað er dæmið ekki svona einfalt og yfirleitt er mikill fjöldi yngri iðkenda sem heldur rekstri deildanna réttu meginn við núllið. En ef við reiknum tilteknum þjálfara 120.000 krónur í laun á mánuði og miðum við fimm 90 mín æfingar í viku plús einn leik. Höldum áfram að gefa okkur hlutina og gefum okkur að skipulag æfingarinnar taki 30 mín og keyrsla til og frá staðar samtals 20 mín. Þá er tímakaup viðkomandi 2.300 kr í verktakagreiðslu og við erum ekki búin að tala um foreldrasamskipti og annað skipulag,“ segir Ísak. Ísak Máni Wium er yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR.Vísir/Bára Dröfn Hann segir kröfur frá foreldrum og öðrum í kringum íþróttahreyfinguna um aukin gæði yngra flokka starfs hafa aukist til muna undanfarin ár. Vegna þess sé það grafalvarlegt að ráðið komi með athugasemdir líkar þeim og komu fram í bókun þess. „Þeir mættu kannski byrja á því að horfa inn á við, flestar skrifstofur íþróttafélaga í Reykjavík eru undirmannaðar og það er ekkert eftirlit með því hvort deildir séu með yfirþjálfara eða aðra stöðu sem sér um faglegt starf innan deildarinnar. Leikmenn yngri landsliða þurfa að punga út um hálfri milljón úr eigin vasa hvert sumar til að geta keppt fyrir hönd Íslands (ÍBR styrkir iðkanda um 25.000kr per mót),“ segir Ísak. Hann vill að æfingagjöld séu hækkuð umtalsvert til þess að hægt sé að sinna faglegu starfi allan ársins hring. Börn og uppeldi Borgarstjórn Fjármál heimilisins Íþróttir barna Neytendur ÍR Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Fjölnir Þróttur Reykjavík Leiknir Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Um áramótin hækkaði frístundastyrkur Reykjavíkurborgar til barna og ungmenna í borginni um fimmtíu prósent, úr fimmtíu þúsund krónum á ári í 75 þúsund krónur á ári. Áður en hækkunin var framkvæmd var varað við því að íþróttafélögin gætu hækkað æfingagjöld í takt við hækkun styrksins og að það myndi vega gegn tilgangi hans. Markmið styrksins er að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum og þá lækka kostnað fjölskyldna. Líkt og Vísir fjallaði um í vikunni þá ræddi menningar-, íþrótta og tómstundaráð borgarinnar um hækkunina á síðasta fundi sínum. Þar voru gerðar alvarlegar athugasemdir við hækkanir hjá ákveðnum ónefndum deildum innan ákveðinna ónefndra íþróttafélaga sem höfðu verið umfram verðbólgu. „Mikilvægt er að íþróttafélögin, Íþróttabandalag Reykjavíkur og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang frístundastyrksins sem mikilvægri forsendu fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni en ekki sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum,“ segir í bókun ráðsins. Í kjölfar fréttarinnar fékk fréttastofa fjölda ábendinga frá foreldrum sem þóttu æfingagjöld barna sinna vera orðin grunsamlega há. Þá athugaði fréttastofa með hækkanir félaga í Reykjavík síðastliðin tvö ár. Einungis voru skoðuð æfingagjöld í fimmta flokki í knattspyrnu. Sum félög rukka sér gjald fyrir hverja önn en önnur rukka einu sinni á ári. Þá er mismunandi hvort greitt sé við upphaf árs eða upphaf tímabils í september. Valur: Tímabilið 2021-22: 118.400 Tímabilið 2022-23: 130.500 (10,2 prósent hækkun) Þróttur: Tímabilið 2021-22: 104.000 Tímabilið 2022-23: 121.667 (17 prósent hækkun) KR: Árið 2022: 107.000 2023: 130.000 (21,5 prósent hækkun) Leiknir: Tímabilið 2022-23 100.000 (Dominos greiðir afgang eftir nýtingu styrksins) Fylkir: Tímabilið 2021-2022: 129.000 Tímabilið 2022-2023 139.000 (7,8 prósent hækkun) Fjölnir: Tímabilið 2021-2022: 108.800 Tímabilið 2022-2023: 120.000 (10,3 prósent hækkun) Fram: Árið 2021: 103.500 Árið 2022: 109.000 Árið 2023: 119.000 (5,3 prósent og 9,2 prósent hækkun) Víkingur: Tímabilið 2021-22: 104.800 Tímabilið 2022-2023: 121.400 (15,8 prósent hækkun) ÍR: Árið 2021: 112.000 2022: 123.500 2023: 135.500 (10,2 prósent og 9,7 prósent hækkun) Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur ekki undir höndunum gögn um æfingafjölda, þjálfarafjölda, vinnustunda eða fleira í kringum starf flokksins eða hvaða þjónusta er innifalin í æfingagjöldunum. Einhver félög eru með innifalinn búningakostnað, ferðakostnað og fleira. Æfingagjöld eru hæst fyrir fimmta flokk í knattspyrnu hjá Fylki í Árbænum. Vísir/Vilhelm Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, mætti í Reykjavík síðdegis í vikunni og ræddi bókun ráðsins. Þar sagði hann meðlimi ráðsins hafa fengið fjölda ábendinga um mjög miklar hækkanir æfingagjalda í kjölfar hækkunar styrksins. Hækkanir sem væru langt umfram verðbólgu. „Við höfum fullan skilning á því að stór hluti af æfingagjöldunum rennur í laun. Langstærsti hlutinn fer í laun þjálfara og þeirra sem eru að halda utan um viðkomandi tíma. Þannig það er alveg samhengi þarna á milli og það er ekki sanngjarnt að segja að allar hækkanir séu forkastanlegar í tíu prósent verðbólgu en allt umfram verðbólguna er ekki ásættanlegt að okkar mati,“ sagði Skúli Viðtalið við Skúla má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hækkanir á æfingagjöldum grafa undan forsendum frístundastyrks Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, mætti í Reykjavík síðdegis á fimmtudaginn og sagði að þrátt fyrir hækkun gjalda sé það ekki nóg til að dekka allan launakostnað þjálfara í starfinu. Enn sé það á ábyrgð foreldra að sinna sjálfboðaliðastörfum og vinna að fjáröflunum til að dekka umfram kostnað. „Stjórnir barna og unglingaráðanna eru skipuð af foreldrunum. Þær gera rekstraráætlanir og tillögur að æfingagjöldum fyrir komandi tímabil. Æfingagjöld ein og saman standa undir kannski 80 prósent af kostnaði við rekstur barna og unglingaráðs Víkings. Síðan koma ýmsar fjáraflanir eins og þorrablót, dósasafnanir, jólatrjáafarganir og halda stór mót. Allt í sjálfboðavinnu til þess að lækka æfingagjöld í félaginu. Fyrir hina foreldrana sem margir hverjir leggja kannski aldrei hönd á vogarskálina,“ sagði Haraldur. Viðtalið við Harald má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Borgin getur ekki staðið öðrum megin og öskrað og skilið okkur eftir í skítnum hinum megin Hann segist hafa rætt við Skúla Helgason og Ingvar Sverrisson hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur um ástandið. Eftir þau samtöl segist Haraldur ansi ósáttur með hvernig málin voru lögð fram fyrir ráðið. „Í gegnum þau samtöl kemur í ljós að það eru tvær til þrjár hækkanir hjá einhverri deild hjá einhverju félagi sem eru ansi ríflegar að mér skilst. En ég er ósáttur með að það sé verið að henda allri íþróttahreyfingunni í Reykjavík undir þessa rútu núna,“ segir Haraldur. Hann bendir á að Reykjavík sé með hæsta frístundastyrkinn og að það sé ódýrast fyrir börn að æfa í Reykjavík, fyrir utan í Garðabæ, en þar segir Haraldur bæjarfélagið greiða talsvert meiri peninga inn í félagið en Reykjavík gerir. Börn í Reykjavík greiða ekki há æfingagjöld að söfn Haralds.Vísir/Vilhelm Sé ódýrt starf fyrir Reykjavíkurborg „Það finnst mér mjög óeðlilegt að æfingagjöld standi ekki undir öllum þjálfarakostnaði. Að það séu ekki foreldrar í sjálfboðavinnu að safna fyrir tuttugu prósent af rekstri sem geta verið þrjátíu milljónir. En þetta er krafturinn í íþróttahreyfingunni. Þetta barna- og unglingastarf sem stundað er í öllum hverfum borgarinnar er gríðarlega ódýrt starf fyrir Reykjavíkurborg,“ segir Haraldur. Íþróttafélög eru með rekstrarsamning við Reykjavíkurborg sem, að sögn Haralds, borgin neitar að verðtryggja að fullu. Nú um áramótin hækkaði bara launakostnaður Víkings um 6,5 milljónir en hækkunin sem gerð var á æfingagjöldum skilar einungis 3,5 milljónum í kassann. Þá á eftir að mæta öllum hækkunum síðasta árs í tæplega tíu prósent verðbólgu. „Ég á eftir að fjármagna allar hækkanir sem eru framundan. Borgin getur ekki staðið öðrum megin og öskrað og skilið okkur eftir í skítnum hinum megin,“ segir Haraldur. Börn á æfingu í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Rætt hefur verið opinberlega síðustu vikur, þá sérstaklega í hlaðvarpinu Dr. Football, um hvað laun þjálfara í yngri flokkum eru lág. Ísak Máni Wium, yfirþjálfari yngri flokka í körfubolta hjá ÍR, birti Facebook-færslu um málið fyrr vikunni þar sem hann benti einmitt á hvernig æfingagjöldum er ráðstafað innan íþróttafélaga. Í fyrra þjálfaði hann sextán til sautján ára drengi en æfingagjöld fyrir árið hjá þeim eru 102.500 krónur. Eftir að frístundastyrkurinn er nýttur standa eftir 27.500 krónur sem foreldrar greiða. Séu átján drengir að æfa er innkoma æfingagjalda 1.845.000 krónur. Kostnaður við þátttöku á Íslandsmóti, bikarmóti og við ráðningu dómara er um 440 þúsund krónur. Þá eru 1,4 milljón eftir sem hægt er að nota í þjálfaragjöld, 140 þúsund krónur á mánuði sé miðað við tíu mánaða æfingatímabil. Þann pening yrði þó einnig að nota í laun yfirþjálfara, boltakaup og fleira. „Auðvitað er dæmið ekki svona einfalt og yfirleitt er mikill fjöldi yngri iðkenda sem heldur rekstri deildanna réttu meginn við núllið. En ef við reiknum tilteknum þjálfara 120.000 krónur í laun á mánuði og miðum við fimm 90 mín æfingar í viku plús einn leik. Höldum áfram að gefa okkur hlutina og gefum okkur að skipulag æfingarinnar taki 30 mín og keyrsla til og frá staðar samtals 20 mín. Þá er tímakaup viðkomandi 2.300 kr í verktakagreiðslu og við erum ekki búin að tala um foreldrasamskipti og annað skipulag,“ segir Ísak. Ísak Máni Wium er yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR.Vísir/Bára Dröfn Hann segir kröfur frá foreldrum og öðrum í kringum íþróttahreyfinguna um aukin gæði yngra flokka starfs hafa aukist til muna undanfarin ár. Vegna þess sé það grafalvarlegt að ráðið komi með athugasemdir líkar þeim og komu fram í bókun þess. „Þeir mættu kannski byrja á því að horfa inn á við, flestar skrifstofur íþróttafélaga í Reykjavík eru undirmannaðar og það er ekkert eftirlit með því hvort deildir séu með yfirþjálfara eða aðra stöðu sem sér um faglegt starf innan deildarinnar. Leikmenn yngri landsliða þurfa að punga út um hálfri milljón úr eigin vasa hvert sumar til að geta keppt fyrir hönd Íslands (ÍBR styrkir iðkanda um 25.000kr per mót),“ segir Ísak. Hann vill að æfingagjöld séu hækkuð umtalsvert til þess að hægt sé að sinna faglegu starfi allan ársins hring.
Valur: Tímabilið 2021-22: 118.400 Tímabilið 2022-23: 130.500 (10,2 prósent hækkun) Þróttur: Tímabilið 2021-22: 104.000 Tímabilið 2022-23: 121.667 (17 prósent hækkun) KR: Árið 2022: 107.000 2023: 130.000 (21,5 prósent hækkun) Leiknir: Tímabilið 2022-23 100.000 (Dominos greiðir afgang eftir nýtingu styrksins) Fylkir: Tímabilið 2021-2022: 129.000 Tímabilið 2022-2023 139.000 (7,8 prósent hækkun) Fjölnir: Tímabilið 2021-2022: 108.800 Tímabilið 2022-2023: 120.000 (10,3 prósent hækkun) Fram: Árið 2021: 103.500 Árið 2022: 109.000 Árið 2023: 119.000 (5,3 prósent og 9,2 prósent hækkun) Víkingur: Tímabilið 2021-22: 104.800 Tímabilið 2022-2023: 121.400 (15,8 prósent hækkun) ÍR: Árið 2021: 112.000 2022: 123.500 2023: 135.500 (10,2 prósent og 9,7 prósent hækkun)
Börn og uppeldi Borgarstjórn Fjármál heimilisins Íþróttir barna Neytendur ÍR Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Fjölnir Þróttur Reykjavík Leiknir Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira