Logi Geirs: Við verðum sem Íslendingar að mæta þarna og búa til geggjaða stemmningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 11:00 Björgvin Páll Gústavsson í leiknum á móti Flensburg þar sem var fullt hús og frábær stemmning á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Valsmenn spila gríðarlega mikilvægan leik í Evrópudeildinni í kvöld en hann gæti ráðið mjög miklu um hvort Valsliðið komist áfram í sextán liða úrslitin. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira