Logi Geirs: Við verðum sem Íslendingar að mæta þarna og búa til geggjaða stemmningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 11:00 Björgvin Páll Gústavsson í leiknum á móti Flensburg þar sem var fullt hús og frábær stemmning á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Valsmenn spila gríðarlega mikilvægan leik í Evrópudeildinni í kvöld en hann gæti ráðið mjög miklu um hvort Valsliðið komist áfram í sextán liða úrslitin. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira